Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 13

Skírnir - 01.12.1918, Side 13
Skírnir] Byggingsimálið 283 Þó fylgir leirveggjunum sá galli, að vel harðir verða þeir •ekki í samanburði við steinsteypu. önnur efni gætu og komio til tals. Fyrst má nefna m ó i n n. Mómylsnan hefir gefist vel. Eins og allir vita má móta sundurhrærðan, blautan mó eftir vild og það á mjög ódýran og einfaldan hátt. Þegar stykkin þorna, verða þau furðu hörð, svo jafnvel er erfitt að höggva þau sundur með exi. Mér hefir komið til hugar, hvort ekki væri reynandi, að hlaða skjólvegg úr slíkum mótuðum, þurum mó»steinum«. Það mætti leggja leir eða mógraut milli þeirra, og vegur myndi til þess að geta sléttað slíkan vegg að innan svo vel færi. En — skyldi móveggurinn siga eða ef til vill bólgna, er hann kynni að drekka raka í sig? Þessu verður tæpast svarað, nerna með beinni tilraun. En ódýr ætti slíkur veggur að geta orð.ð og hlýr, þar sem gott mótak er nærri. Margir hafa séð kokolithplötur. Þær eru gerðar úr gipsgraut og fyltar af kokostrefjum. Byggingagips getum vér fengið frá útlöndum, og mjög dýrt er það ekki. En getum vér notað hey í stað kokostrefjanna? Það er það eina, sem vér höfum úr að spila. Ef til vill gætum vér varið það fúanum með því að blanda saman kalki og •gipsi eða leggja heyið fyrst í kalkgraut? Mér hefir teldst að búa til slíka hey»steina«. Þeir eru mestmegnis hey, en kalkið og gipsið heldur heyinu saman. Komið gæti og til tals að nota koltjöru til þess að verja heyið fúa og halda því saman. Það hefir verið reynt erlendis. Veggur úr sliku efni yrði án efa afskaplega hlýr og auðvelt að slétta hann að innan, en að öðru ieyti skal eg ekki full- yrða neitt um endingu hans. Ur því verður ekki skorið, nema með tilraun. Mér er þó næst að halda, að þetta mætti að notum koma, ef vel væri á haldið. En það er svo með þetta sem margt annað, að slíkar tilraunir ætti að kosta af landsfé. A s k a fellur til á öilum bæjum og meiri en lítil, þar .sem mó er brent. Það kvað mega fá sæmilegt steypu- ■ efni út úr móösku með kalki og dálitlu af vatnsgleri.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.