Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 50

Skírnir - 01.12.1918, Side 50
.336 Um sendibréf [Skirnir Þessi lýsing Karls Larsens á meðferð sendibréfa, þar sem hann þekkir til, á ekki síður við hér. Við höfum orðið fyrir óbætanlegu bréfatjóni. Og, það sem verst er, á bréfum verða enn skaðar á hverju ári. Raunar hefir stöku maður haldið saman og ráðstafað á réttan hátt bréf- um, sem honum hafa safnast, en það er ekki nema und- antekning. Aftur hafa aðrir, og þeir eru, sem betur fer, nokkru fleiri, varðveitt bréf, sem þeir hafa fengið frá merkum mönnum, eða mönnum, sem voru orðnir merkir menn áður en bréfunum var glatað. Því er t. d. bréfa- safn Jóns Sigurðssonar orðið jafnstórvaxið og það er. En af þess háttar bréfum frá nafngetnum mönnum sögunnar hefir eldurinn þó tekið í sinn hlut allan obbann, sjálfsagt hér á íslandi marga vættarbagga. Þá er ekki smáræði af bréfum glatað, sem gert hefðu höfundana að merkum mönnum, ef til hefðu verið, en nú eru ekki einu sinni til nöfn á, eða þá nöfnin ein, sem enginn tekur eftir, í línu og línu á stangli í kirkjubókunum. — Og síðast, en ekki sízt, allur sá aragrúi af öðrum sendibréfum, sem málið og menningarfræðin, sagan af íslenzku þjóðinni, hefir mist í margan snaran þátt af sjálfri sér. Ef ö)l þessi glötuðu bréf væru nú komin hingað og væru hér úti fyrir, og við værum beðnir að ganga út og gera að þeim bál, mundi líklega fæst okkar vilja verða til þess. En þctta er ekki meira en menn hafa gert og gera enn alment, hver í sinu horni. Það væri ekki ann- ar munurinn en sá, að okkur hlotnaðist að horfa á þá stórkostlegustu nýársbrennu, sem sést hefir á Islandi. Menn hafa farið hér afskaplega gálauslega með bréf sin, og gera enn, alt of margir. Sendandinn hefir venju- lega ekki þurft að skrifa: »Brendu bréfið« eða »ónýttu þennan miða«. Viðtakandinn hefir samt hent þeim eða brent jafnóðum eða fyrir dauða sinn, eða þá skilið þau eftir sig ráðstöfunarlaust, og síðan hafa afkomendurnir týnt þeim eða glatað á annan hátt. Þessi meðferð á bréfunum stafar ýmist af hugsunarleysi eða af ásköpuðu pukri með sendibréf sín, eða af hvorutveggja.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.