Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 9
IÐUNN]
Andleg víking.
247
þess að búa til miðstöðvar fyrir hið vaknandi and-
lega samneyti milli landanna.
Slíkum miðstöðvum er nú verið að koma á stofn
um víða veröld, í Þýzkalandi, á Frakklandi, á Ítalíu,
í Ameríku og á Englandi, þótt þær í hverju þessara
landa séu með sínu sniði, stundum óhentugar og
stundum mjög svo óákveðnar og á reiki.|
Á Norðurlöndum er þegar farið að bóla á hreyíing
þessari. Leiðbeiningaskrifstofa fyrir mentamenn er
þegar sett á stofn við háskólann í Kristianiu. Og
danskir stúdentar hafa af eigin rammleik og með
samskotum sín á milli sett á fót svipaða alþjóða-
leiðbeiningarskrifstofu til reynslu við háskólann í
Kaupmannahöfn. Hefir hún þegar verið mikið notuð
þessa fáu mánuði, sem hún hefir staðið.
Norrænir stúdentar hafa fyrir munn fulltrúa sinna
á stúdentamótinu á Vörs í sumar og nú einnig ný-
lega á fundum í Kaupmannahöfn og Lundi lýst sig
hlynta þessari hreyfingu. En áhrifamiklir vísinda-
menn á Norðurlöndum hafa þegar, meðan á stríðinu
stóð, bent á ýmiskonar verkefni, er Norðurlandabú-
ar gætu tekið upp að stríðinu loknu til þess aftur
að tvinna saman þræði þá, er slitnað hafa í stríðinu
í hinu andlega samneyti meðal þjóðanna.
Ung er vor gleði með gamalt nafn
og glitstafað land fyrir augum. —
Heimurinn bíður vor og væntir þess, að hinn nor-
ræni andi nemi land eða lönd.
Menn bíða vor úti um heiminn, — félagar vorir í
öðrum löndum bíða vor! Nú er það ekki lengur
nýungagirnin ein, sem fær Frakkann til þess að
spyrja frétta; og ekki er það heldur fróðleiksfýsnin
eingöngu, sem fær Þjóðverjann til þess að spyrja al-
mæltra tíðinda; ekki er það heldur hin andlega
kankvísi, sem kemur ítalanum nú til þess að spyrja.
En félagar vorir í þessum miklu menningarlöndum,