Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 20
258
Ágúst H. Bjarnason:
[IÐUNN
Þá er hann fer að biðja Steinunni feigðar (bls.
104), verður hann að ofurselja sig djöflinum og hinu
illa. Er því í þriðja og síðasta þætlinum eins og
hilmi 3'fir hina eiginlegu þrá hans af óttanum við
að liafa glalað sálu sinni. En hver er þá »stærsla
óskin« hans, eins og hann sjálfur nefnir það?
Dísa fær þetta loksins út úr lionum, þar sein hún
segir, að hann eigi að iðrast og biðja guð fjnirgefn-
ingar. Þá segir Loftur: »Eg get ekki iðrast. Gæti ég
iðrast, stæði ég þegar í forsælu fyrirgefningarinnar.
Mér er aðeins ein leið fær. Ég verð að lialda lengra
inn í dimmuna. Ég verð að afla mér svo mikillar þekk-
ingar, að ég geti náð því illa á mitt vald. Ef ég þá get
slilt mig um að óska nokkurn tíina nokkurs
sjálfum mér til handa, fæ ég fyrirgefningu á
dauðastundinni1) (bls. 115).
Með öðrum orðum, ef hann getur sigrast á eigin-
girni sinni, afneitað sjálfum sér og gert það, sem
golt er og honum ber að gera, þá er hann hólpinn.
En má nú treysta þessu? Er þetla í raun réttri insta
þráin hans?
Nei; eins og honum er lýst í leikritinu, er hann
I þvi miður veikur og reikandi ráðs. Hann má ekki
lilissa af stoð þeirri, sem honum er að sakleysi Dísu;
og1 ekki þarf hún að yfirgefa hann nema augnablik
til þess að hann úthverfist. Þá segir liann :
»því ælti ég ekki að vera vondur maður? Éegar
ég fæ valdið, skal ég nota það eins og svipu. Ég
skal ginna og kúga manneskjurnar til þess að syndga,
svo að þær fái að reyna sömu kvalirnar og ég hefi
reynt« (bls. 127).
En þetta segir hann raunar að eins í augnabliks
örvæntingu. Þó reynir hann nú að telja sjálfum sér
1) Auðkent af mér.