Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 35
IÐUNN] Skáldiö og konan hans. 273 ég sneri mér ekki til hennar, til þess að njóta sam- úðar og fá góð ráð. »,Jæja, hvernig gengur yður?‘ »,Ó, ég er svo áhyggjufullur í kvöld, góða!‘ »,Aumingja maðurinn! Segið þér mér það alt saman. Ég reyndi að komast fyr til yðar, en ég gat ekki sloppið.' »Svona röbbuðum við. Við töluðum eins og hún væri í raun og veru hjá mér. Líf mitt var ekki lengur gleðisnautt; mér var ekki lengur nein raun að sam- úðarleysinu á heimili mínu. Öll sú hluttekning, sú ást, sá innblástur, sem mig hafði hungrað eftir, var nú gefið mér af konu, sem alt af var ósýnileg«. Noulens þagnaði aftur. í þögninni stóð ég upp til þess að kveikja í vindlingi, — og aldrei gleymi ég því, sem þá bar fyrir mig! Ég sá beygða konuna hans gegnum dyrnar á skrifslofunni. Ég sá hana ekki nema allra-snöggvast, en nógu lengi til þess, að hjart- sláttur minn hætli — hún hallaðist fram á borðið, hélt hendinni fyrir andlitið. Ég reyndi að gera honum viðvart, að gefa lionum merki — hann sá mig ekki. Eg fann, að ég gat ekkert gert — alls ekkert — án þess að tvöfalda læging hennar með því, að hún fengi vitneskju um, að ég hafði verið sjónarvottur að henni. Bara að honum yrði litið á mig! »Hlustaðu nú á mig«, sagði hann enn fremur, og bar ört á. »Ég var ánægður, ég var ungur af nýju — og svo kom eitt kvöld, þegar hún sagði við mig: .Þetla verður síðasta skiftið*. »Fjögur orð! En á því augnabliki náði ég ekki andanum, og það var ekkert líf í mér, svo að ég gæti svarað þeim. »,Talið þér!‘ hrópaði hún. ,Þér eruð að gera mig hrædda!1 Iðunn V. 18

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.