Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 37
IÐUNNI Skáldiö og konan lians. 275 inu, og fánýtt símalólið hæddist að mér. Vinur minn, ef þú hefir nokkurn tíma þráð að sjá konu, sem þú vissir ekki hvar hafðist við — ef þú hefir nokkurn tima gert sjálfan þig örmagna á því að þramma um eitthvert borgarhverlið í þeirri von að finna liana — þá kantu að geta skilið, hvernig tilfinningar mínar eru; því að það verðurðu að muna, að i samanburði við mitt verk er það auðvelt, sem þú gerir — ég veit jafnvel ekki, í hvaða sýslu hún er, né hvernig hún er ásýndum. Hún skildi mig eftir ráðalausan. Talsíminn hafði gefið mér hana — talsíminn hafði tekið hana frá mér aftur. Eg átti ekki annað eftir en áhald á borðinu«. Loksins sneri Noulens sér við á bekknum, og hann gat ekki komist hjá því að sjá konu sína, þegar hann sneri sér við. Eg var agndofa. »Áhald á borðinu«, sagði hann aftur, og geispaði gríðarlega, eins og nú létti honum fyrir brjósti. »Meira er það ekki. Ef þú ert búin að skrifa þetta, elskan mín, þá er sögunni lokið!« »Gott!« sagði frúin glaðlega. Hún kom inn með nokkrum fyrirgangi og lét blakta nokkur blöð, rituð með hraðskrift. »En mér þykir fyrir því, vinur minn, að sögunni af Páli og Rósamundu er eylt til ónýtis — það er eyðslusemi að segja tvær sögur og fá ekki borgun nema fyrir eina«. »Petta er alveg satt, elskan mín. En að hinu leyt- inu veiztu, að mér datt hún í hug fyrir mörgum mánuðum, og að mér tókst ekki að teygja svo úr henni, að nokkurt gagn væri að henni«. »Pað er satt«, sagði hún. »Jæja, við skulum þá vera örlát — við látum hana fljóta með!« Hún tók eftir því, hve forviða ég var. »Gengur nokkuð að yður?« Noulens rak upp skellihlátur. »Eg er hræddur um, að honum hafi ekki verið það Ijóst, að ég var að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.