Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 42

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 42
280 Georg Brandes: [IÐUNN verið á einu máli um, og birtast þeir svo alt í einu sem framúrskarandi vitringar, svo að á vorum slóð- um getur jafnvel orðið nauðsynlegt að sanna aftur og aftur rétt sinn til umræðu þeirra mála, sem mað- ur þekkir og skilur, eigi einungis fyrir þeim, sem ruglaðir eru i ríminu og uppblásnir af sjálfbirgings- gorgeir, heldur og jafnvel fyrir hinum, sem eitllivað eru að manngildi og loks þeim, sem einskis er umvert. 3. Sá maður, sem heldur því fram, að Amerika haii unnið styrjöldina, segir ekki þar með, að ameríksku hersveitirnar hafi staðið þeim frönsku og ensku fram- ar í dugnaði og styrjaldarreynslu. Auðvitað stóðu þær, óreyndar eins og þær voru, hinum að baki og það svo mjög, að þeim varð að skeyta við franskar sveitir, til þess að samgöngurnar færu eigi út um þúfur. Það var eigi heldur Ameríka, sem hófst handa að koma þýzka hervaldinu á láði og legi fyrir katt- arnef. England hlóð veldi Þýzkalands, eins og Bern- hard Shaw, og hann verður sízt grunaður um enska þjóðrækni, heíir með fullum rétti þrásinnis bent á. Beitti Bretland til þessa eigi einungis indverskum, afríkönskum, kanadiskum og áströlskum hersveitum, heldur rússnesku, frönsku og ílölsku herliði, belgisk- um, portúgiskum og rúmenskum hermönnum, og að lokum því, sem reið baggamuninn, ameríkskuin lið- sveitum ágætlega búnum að vopnum og klæðum og svo margmennum, að eigi mátti tölu á koma. Skýrir Bernhard Shaw með djarfyrðum þeirn, sem honum eru eiginleg, frá sönnuninni fyrir þvi, að enskur lier gat malað ameríkskan her mélinu smærra (knock the American Army into a cocked hat). Sönnun þessa fékk honum í hendur enskur styrjaldarrilari: »Hvers vegna? spurði ég. — Jú, svaraði liann, því er þannig farið: Á tengilínum þeim, sem alt veltur

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.