Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Qupperneq 56
[ IÐUNN
Svikamylla dýrtíðarinnar.
Eftir
Svipal.
Öll stynjum við undan neyðaroki dýrtíðarinnar og
allir bölva henni, nema ef vera skyldu einstaka fram-
leiðendur og kaupsýslumenn, sem hafa rakað saman
auð fjár á henni. Þeir kunna að hugsa líkt og bónd-
inn, sem varð á að segja, þegar smjörið komst i
sem hæst verð í stríðinu: »Það vildi eg, að guð gæfi,
að þetta blessað stríð héldist sem lengsl!« — Hann
athugaði ekki, karl-llónið, hversu ósk þessi var fá-
’vísleg og syndsamleg, þar sem striðið kostaði rnillj-
ónir mannslífa og örbirgð og eymd tuga og jafnvel
hundraða milljóna.
Nú er stríðinu lokið, en dýrtíðin helst og fer-meira
að segja sívaxandi. Skyldi nokkur maður vera svo
fávís að óska þess, að því lialdi áfram. Ef svo er,
þá ættu menn eilt skifti fyrir öll að reyna að virða
fyrir sér orsakir, eðli og afleiðingar dýrtíðarinnar.
Munu þeir þá sjá, um það bil sem þeirri hugleiðing
lýkur, að það er að minsta kosti tvísýnn gróði,
sem dýrtíðin lieíir í för með sér.
Vilji menn þá fyrst svipast eftir upptökum dýrtíð-
arinnar, þá eru þau nokkurn veginn auðsæ. Fyrsta
orsök hennar var auðvitað sú, að vinnandi fólki í
heiminum fækkaði og að framleiðslan þar af leiðandi
minkaði, undir eins og þessi djöfladans, heimsstyr-
jöldin, hófst. En undirrót stríðsins var þjóðametnað-
ur, ágirnd og valdafíkn. Nú þegar framleiðslan minlc-
aði og vinnukraftur þvarr, jókst auðvitað eftirspurn-