Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 6
104 Járnöld hin nýja. IÐUNN hafa kvikmynd.ir fært meira samræmi i klæðaburð manna, látbragð, venjur og smekk en nokkurt annaö tæki, er menn hiafa notað. Og þar er pað borgin, seffl mælir fyrir lögum, sveitin, sem hlýðir. Útvarpið fiytur sömu söngva og ræður út um eyjar og andnes eins og þær, er samtímis hljóma á heimili borgarbúans. En borgin leggur til alt efnið. Það eru hennar sjónar- mið, hennar skoðun, hennar tízka, hennar mál, sem flæðir yfir bygðirnar og verður hugunum það, sem þeir gera sér af hversdagsföt og skartgripi. En þetta þýðir það, að nesjaheimilið hefir mist alla aðstöðu þá, er pað áður hafði, til þess að orka á siðgæöíi og almienn- ingsálit. Dalbúinn er orðinn dnnflytjandi hugmynda, í stað þess, að áður var hann útflytjandi. Þettaer úrslita- orustan, sem menning hinnar nýju járnaldar er að heyja við frumrænni lífshætti. Og um leið og hún jafnar við jörðu gömlu híbýlin og reisir önnur (ný, neffl' ur úr höndum manna þúsund ára gömul verkfæri og knýr þá til nýrra starfshátta, rnylur hún siðaskoðanir þeirra undir hrömmuim sínum og kennir þeim ný lög- mál hugsunar og hegðunar, nauðugum, viljugum. Hér breytir það engu, hvort þessi þróun veldur oss fögnuði eða áhyggju, hvort vér væntum af henni við' reisnar eða tortímingar einhverju því, er vér unnuffl- Hér er um það eitt að ræða, hvort vér höfum liugrekki til þesis að kannast við staöreynd. Skapendur þeirra sið- gæðislögmála, er vér höfum kallað vor, hugsuðu á sveitamanna vísu og að þeirrar aldar hætti, er ekki kunni grein á nytsemi járns, aðra en þá, að sverfa mátti í það egg. Hinn hebresk-kristilegi siðalærdómur þróað- ist með bændaþjóð, sem lifði á jöðrum stórra eyði' marka. Það er afarmikið vafamál, hvort lögmálið fra Sinai-fjalli hrekkur til þess að vera siðferðileg mæb'

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.