Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Síða 22
120
Slitur um íslenzka höfunda.
ÍÐUNN
líöur, þá er áríðandi að draga athyglina að |>essu ein-
kenni margra gáfmnanna íslenzkra, sem nú eru á
bezta aldri — vanstillingunni og jafnvægisleysinu.
Þetta birtist jafnvel á ótrúlegustu stöðum og óvæntum.
Ég er t. d. tekinn að búast við alt öðru frá manni
eins og Halldóri Kiljan Laxness. Hann hefir óvenju-
lega skarpt, kritiskt auga. Þess verður práfaldlega
vart, að hann tekur í hnakkadrambið á sjálfum sér og
lítur efasemdarinnar augum á sjálfs sín og annara
látalæti. Þrátt fyrir eðlisfarslegan örleika liggur krit-
ikkin bezt fyrir honum. Hann er nægilega lesinn og
mentaður til þess að hafa áttað sig á, að svokallaðar
hugsjónir imanna hvíla tiltölulega sjaldan á bergi,
heldur er ekki ósjaldan holt undir. Fyrir því er frá-
bærilega kátlegt, j)egar hann ryðst fram á orustuvöll
og hefir klætt sig úlpu úr úlfaldahári og girt sig
snæri eins og spámaður utan af eyðimörkum. Hlýðið
á raust hrópandans:
„Blaðalygara afturhaldsins hér kligjar ekki við því
að gera nafn Krists að aðalbeitunni í hinum blygðun-
arlausu ginningarskrifum sínum nú fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar. Þessar vábeiður, sem útsjúga hús ekkna
og munaðarlausra og eiga ekkert áhugamál annað en
að ná í efstu sætin í samkundunni, til ]>ess að geta
spornað gegn alþýðuheillum og hlaðið undir sjálfa sig
og vildarmenn sína, sjá, fylkingarbnoddur þeirra, pest-
argerlarnir, sem ræktaðir eru með mútum í líkþrár-
bælum auðvaldsblaðanna hér í bænum og settir af
blóðsugum verkamannsins til höfuðs viðgangi verka-
mannsins, mennirnir, hverra nöfn ein eru brennimark
á sérhverjum málstað, — loks hafa þeir tekið það ráð
að leggja frá sér stefnuskrána í kosningabaráttunni,
spretta fingrum að allri röksemdafærslu siðaðra manna,