Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 24
122 Slitur um íslenzka höfunda. IÐUNN þá með mikilli áíergju og dáðist að peám mjög. Kunn- ingi minn, rithöfundarefnið, lét mig skilja það á sér, að bókmentasmekkur minn væri æði barnalegur og þroskalítill. Hann hafði lesið eftir Shaw leikrit, sem fjallar að miklu leyti um fjáröflun af húsnæðis-okri í fátækrahverfum,. Og hann benti mér á, hvílík fjarstæða það væri, -að gera sér ann-að eins að yrkisefni. Yfirleitt kæmi þjóðfélagshættir efekert skáldsfeap við. Skálds-kap- ur, sem eitthvað ætti að kveða að, yrði að fást við magnmikl-ar ástríður, stórfeldan árekstur milli mismun- andi sfeapgerða, sýna sálarlífið sem myndir á stór- feldu tjaldi, heitar og magnaðar tilfinningar, sem lyft væri upp yfir flatneskju hi-ns daglega lífs. Ég var nægilega kunnugur manninum til þes,s að vita, hvaðan fyrirmyndin var tekin. Hann dáðist að Höllu í Fjalla-Eyvindi um fram aðrar persónur í ís- lenzkum ritum. Halla hefir haft langsamlega meiri áhrif á yngri ís- lenzka rithöfunda en flestir hafa gert sér grein fyrir. „Fjalla-Eyvindur“ er svo prýðilegt rit á rnargan hátt, að ekfeert er að furða sig á, að athyglin hafi orðið mikil. En hennar hefir ekki sízt gætt sökum þess, að menn hafa fundið, að hér var farið í ólíka og óvænta / átt frá því, sem íslenzkar bókmentir hafa lengst af stefnt. Með þessu riti er yfirgefin hin íslenzka erfða- tilfinning, að jafnvægi skapferlisins sé aðdáunarvert. Með Höllu hefst það, sem maður hefði tilhneigingu til þesis að nefna dálæti á tröllskapnum í mannlýsingum. Bókmentamenn hafa skýrt frá því, hvernig „Fjalla- Eyvindur" hafi orðið til. Höfundurinn hafi skrifað einn þátt fyrst — þann, sem nú er 4. þáttur og ætlast til, að það yrði sjálfstætt leikrit, sem hanii nefndi „Hungur". Hafi tilgangur eða fyrirætlun höfundarins

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.