Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Síða 30
128
Liðsauki.
IÐUNN'
in. Svo koma blöðin út og segja frá joví, hve svínslega
íbúar hjágatnanna hafi varið kvöldinu og nóttinni,
prestarnir láta hringja kirkjuklukkunum og segja, að
enginn annar en djöfullinn hafi skapað hjágöturnar og
alla þeirra glæpi, og þangað fari allir þeir, sem ekki
trúi á tölustafi kauphallarinnar og orð þinghússins.
Góðu borgararnir trúa og verða sáluhólpnir, og lifið í
götum mannanna rennur áfram fagurt og örugt eins og
straumlygn á um slétt skóglendi. Á kvöldin aka stórir
bílar, fullir af veltilbúnumi lögregluþjónum, með bys,sur
eins og ekta tinsoldátar út í hjágöturnar, til þess að
koma þar á ró og spekt hjá íbúunum, sem alt af eru að
nöldra eitthvað um mat og soleiðis.
í hjágötunum er líka alt af fult af krökkum, því það
er búið i gráu klettunum. Raunar eru það ekki menn,
sem þar búa, í sama skilningi og þeir, sem búa í hús-
unum við göturnar, sem mönnum er ætlað að ganga..
Nei, það eru eins konar dýr, eins og til dæmis hann
Schulze gam.li.
2.
Schulze gamli er bjórekill. Hann á heima í hjágötu í
Neukölln, einni af þeim bráðsvívirðilegustu, þar sem
regn og vindur sjá fyrir götuhreinsuniinni, en íbúarnir
sækja sólarylinn inn á knæpurnar, sem eru þar svo að
segja í hverju húsi, og andlit barnanna þekkjast ekki
frá andlitum eldra fólksins. Schulze gamli er búkmik-
ill og '&terkur, hann vegur yfir 110 kíló og gengur enn
þá eins og honum var kent að ganga, þegar átti að
drepa hann árið 1914. Hann er alt af klæddur í hvít-
leita segltreyju og hefir í ökuferðunum stóra, svarta
svuntu úr inautsleðri. Merin hans, hún Metta, er horuð
og hrekkjótt við alla nema Schulze, sem hefir hafra í