Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 32
130
Liðsauki.
IÐUNI'T
horninu mundi borga honum meira en hann fengi í
fundarlaun. Schulze hafði það einhvern veginn á meö-
vitundinni, að ísak fengist ekki aðallega við það aö
koma fundnum munum til skila og vildi ekki fara að
ráðum félaga sinna. En um nóttina, þegar hann var
háttaður í kompunni sinni inn af miðstöðvarherberginu
í kjallaranum, skeði það, sem aldrei hafði hent hann
fyrr, ekki einu sinni í skotgröfunum við Verdun: hann
gat ekki sofið. Pað voru einhverjir órar í honum um
mikla peninga, sem kæmu svífandi, bara ef merin hans,
hún Metta, stigi ekki ofan á hálsfesti með glúandi
hanganda. En svo barði Schulze gamli stóra hnefanum
í stólræfilinn við rúmið sitt og sór og sárt við lagði,
að Metta sín skyldi fá að fótum troða alt pað glingur,
sem héðan af yrði á vegi hennar. Hann var bjóreki 11,
en ekki skransafnari. 1 býti um morguninn reif hann
ísak á horninu upp og skipaði honum að koma festinni
til skila.
En Schulze gamli vissi ekki, að mönnum vesturborg-
arinnar þykir meira gaman að fallegum hálsfestum en
að aka um göturnar með öl og hafa vagnhross, sem er
magrara en dauðinn og eldra en syndin. Hann vissi.
ekki, að þegar menn týna hálsfesti, sem hefir kostaó
hálfa hjágötu, þá verða þeir andvaka eins og hann varð
af því að finna hana. Mennirnir í vesturborginni styðja
á hnapp, og óðar streyma allavega lögregluþjónar út
uim borgina, og tveir þeirra tóku Schulze gamla um
kvöldið, fluttu hann í iokuðum vagni upp á Alexander-
platz og létu hann segja þar borðalögðum mönnum
söguna um hálsfestina. Athöfnin endaði á því, aö
Schulze gamli fékk þriggja daga fangelsi fyrir að
finna hálsfesti og vaka hálfa nótt.