Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 34
132
Liðsauki.
IÐUNN
minningu á nefið, svo blóðið litaði óhreinu skyrtuna
hans, og sagði, að ef hann endiliega vildi kalla sig
þessu skrípanafni, þá sikyldi hann kallia sig „von Nasie“.
Þegar fundurinn tjáði Schulze þetta og kveinkaði sér
meira undan móðguniinni við nafnið en högginu á nefið,
sló Schulze gamli aftur í stólræfilinn og sagði: Annað
hvort heitir þú einhverju kristilegu nafni, eins ogMetta
heitir Metta, en ekki „von meri“, eða þú. getur hypjað
þig aftur þangað, sem „von“ er betra en bjúgu og bjór,
og ræfill ertu, satt er það, að láta berja fram úr þér
blóðið, án þess að slá aftur.
Eftir þetta hét fundurinn Franz og var komið fyrir
hjá bakara. Enginn skifti sér af þessu, og nú fór ekki
lögregluliðið af stað til þess að leita að hinu týnda,
eins og þegar Schulze fann hálsfestina, enda er þiað
ekki eins mikilsvert, þó menn týnist, eins og hálsnnen.
Franz líkaði illa brauðgerðin, því hann var vanari að
eta brauð, sem aðrir bjuggu til, en að búa það til fyrir
aðra. Það er líka svo uim brauð, að það er bezt að vita
ekki hvaðan það kemur, þess vegna þykir skrítlan um
„manna“ alt af jafn-góð.
Franz gekk á knæpurnar á kvöldin og lærði að tala
berlínsku, því inálfar hans var áður eins hlálegt þarna
og forsetningin fyrir nafni hans. Hann kyntist lika verk-
smiðjustúlkunum á danzkránum og fékk utan undir hjá
Idu, þegar hann ætlaði að kenna henni, hvernig hún
ætti að haga sér gagnvart prúðmenni vesturborgarinnar
eftir danzlokin. Það sveið í nokkra Idaga, svo urðu þau
vinir og fóru á sunnudögum. með lestinmi til Havel,
syntu þar og átu brauðsneiðar, sem Ida hafði meðferðis
í blaði.
Schulze gantli skifti sér sem minst af fundi sínum.
En hann drakk einni kollu rneira af bjór og barði í Itré-