Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 37
IÐUNN Liðsauki. 135 lista forsjónarinnar og fundu því aldrei það, sem þau voru að leita að: atvinnu. Haustsólin sendir geisla sína yfir borgina og at- vinnuleysiö og vermir fölnaða skógarlaufið og hungr- uðu öreigana. Laufið fellur og verður að áburði, og mennirnir svelta, og það verður að atburðum. Franz kom vestan úr borg; honum hafði hugkvæmst að leita í sinn fyrri farveg. Hann var ungur og óreynd- ur liðsmaður í hjágötunum og vissi ekki, að hægara er aö komasit pangað en paöan. Ungu mennirnir, sem höfðu setið með honum á gildastéttunum í sumarsól- skininu, þektu hann nú ekki, og feður þeirra létu henda honum út með allri kurteisi. Lögregluþjónarnir rifu hann upp úr fasta svefni á bekk í Tiergarten og sögðu honum, að þar væri bannað að sofa. Franz brúkaði ftiunn og sagði, að það mætti einu gilda, hvort hann sffiti þar sofandi eða vakandi. En veltilbúnir lögreglu- Þjónar láta ekki brúka munn við sig. Ueir óku honum hkeypis upp á Alexanderplatz, og þar var hann skráður °g skikkaður til þess að koma þangað einu sinni í hverjum mánuði, svo þeir gætu fylgst með í því, hvar hann svæfi. 4. Viðskiftakreppan heldur áfram í vesturborginni. Tölu- stöfunum er sífelt raðað í kauphöllinni, og útkoman er atvinnuleysi og hungur í hjágötunuan. Ida er orðin föl °g stygglynd. Henni leiðist að eta bjúgun hans Schulze- S^mla. Hún vill sjálf vinna fyrir mat sínum. Henni fer ah leiðast tilvonandi eiginmaður, sem hafði veriið htndinn á götunni eins og týndur hlutur, sem enginn Vl'di eiga, sem hafði engin ráð til matar önnur en þau,. ah hggja upp á gömlum bjórekli. Henni leiddist ráða-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.