Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 40
138 Liðsauki. IÐUNN og það strax í fyrra málið fyrir þessi 30 mörk, sem hann hefði boðið í hana, en hann yrði sjálfur að hirða merina þar sem hún væri, hann viidi ekki sjá óræstiö framar. 5. — Ida — hvað hefirðu gert? — Hvað kemur þér það við? Hún leit ekki á Franz. Ég hefi verið að leita að atvinnu — peningum. Það er ekki til neins fyrir okkur að vera að hugsa um þessa giftingu. — Við getum ekki lifað atvinnulaus. Mér er ekki vandara um en hinum stelpunum. — Þetta er eina úrræðið, þegar ríku mennirnir vilja ekki lofa okk- ur að þræla fyrir sig. — Við getum lifað á þessu með- an við erum ungar og fallegar. — Svo kemur betli- gangan og seinast — sjálfsmorð. Rök hennar voru eins og siteinmúrar hjágötunnar og málrómurinn seyrinn eins og loftið þar. Hún stóð upp og ætlaði út. Franz stökk á hana og fleygði henni á gólfið. Ég drep þig, hvæsti hann. Ida klóraði liann í framan. Drepur mig! ræfillinn, auðmannssonurinn, sem ekkert átt eða getur. Hvað varðar þig um mig? Ég vil ekki hungra Lengur og ganga hálfnakin í kuldanum í vetur. Farðu til — — Franz slepti henni, hneig niður á stólinn og studdi höfuðið í höndum sér. Nú var alt búið. Ekkert eftiT nema fílabednsfeldi skamcmhleypingurinn hans föður hans, sem hann hafði geymt, án þess nokkur vissi. Ida reis upp á hnén og tók um hendur hans. — Dreptu mig, Franz, eins og þú ætlaðir — ég gel ekki lifað — get ekki aflað mér peninga svona — ég gafst upp og flúði. Franz, dreptu okkur bæði.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.