Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 50
148
Qróðinn af nýlendunum.
iðunn
tun íbúa nýlendnanna. Saga nýlendnanna er full af slík-
um valdboðum. Þegar Bretar hertóku Indland, voru
lagðar á pjóðhöfðingjana indversku hreint handahófs-
legar skattgreiðslur til brezkra kaupmanna. Ríkisskuldir
Kínaveldis við Evrópu eru að minstu leyti til orðnar
fyrir lántökur, heldur endalausa runu af skaðabótum
— alt frá ópíumstríðinu 1842 fram að hinni svo nefndu
boxar-uppreisn árið 1900.
Þessi réttlausu rán og valdboðnu skattgreiðslur hafa
þó eklti myndað meiri hluta þess gróða, sem Evrópa
hefiir haft af nýlendunum. Alt þetta hefir bara verið
eins konar rekstursfé til að halda mylnunni í gangi.
Meiri hluti nýlendugróðans er fenginn ineð kúgun og
arðráni alþýðunnar í nýlendunum. Lítum nú snöggva9t
á, hvernig Evrópa hefir gert sér þessa kúgun að tekju-
lind.
//. öreigalýdur nýlendnanna og ódýr vinnukraftur.
Hér í Evrópu vita menn alment ekki mikið um at-
vinnuhætti í nýlendunum. Menn vita, að vinnukraftur-
inn er ódýr. Á Indlandi og í Kína eru daglaun fullorð-
ins iðnaðarverkamanns nálægt einni krónu. Konur hafa
bara helming þeirra daglauna. Þeir, sem vinna að jarð-
rækt, hafa venjulega ekki nema 50 aura á dag, og kon-
ur og börn hálfu minna.
Með svipuðum hætti og æfintýrið um útflutning auð-
magns frá Evrópu til nýlendnanna hefir myndast í
hugum Evrópumanna, hafa menn myndað sér aðra tál-
skoðun um hinn ódýra vinnukraft. Hann á að eiga sér
rætur í staðbundnum náttúruskilyröum og sérstökum
þjóðháttum. Það er ódýrt að lifa í nýlendunum, og auk
þess er fólkið mjög nægjusamt. Lágu daglaunin eru
eðlileg í alla staði. Þau eru ekkert annað en rökrétt