Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Síða 52
150
Qróðinn af nýlendunum.
iðunn
borið ægiskjöld yt’ir frumrænni aðferðum. Indverski
vefstóllinn er dauðadæmdur í samkeppninni við evróp-
iskar klæðaverksmiðjur, pegar til lengdar lætur. En
handiðnaði nýlendnanna er ekki rutt á braut með frið-
samlegum hætti eingöngu. Pólitískar jivingunar-ráðstaf-
anir hafa ýtt á eftir. Bretar lögðu bann á innflutning
vefnaðarvöru frá Indlandi á sama tíma og innflutningur
frá Evrópu til nýlendnanna var tollfrjáls eða pví sem
næst. Um miðja 19. öld var bannað að framleiða hand-
unna dúka á Indlandi, og þungar refsingar lágu við að
brjóta þetta bann.
Hinum gamla handiðnaði nýlendnanna er útrýmt án
alls tillits til jiess, að með Jiví er tilverugrundvelli al-
mennings á burtu kippt. Talið er, að útrýming vefnað-
ariðju í Kína hafi tekið lífsuppeldið frá 15 miljónum
manna, en á Indlandi frá 22 miljónum. Þessir allslausu
skarar handiðnarmanna leita svo annað hvort aftur til
sveitajiorpanna, sem brátt verða vfirfull, eða jieir hóp-
ast saman í stórborgunum og mynda par geysi-fjöl-
rnenna öreigastétt — varalið stóriðjunnar. Lágu dag-
launin í iðnaðarborgum Indlands og Kína eiga sér or-
sök i þessari offjölgun öreiganna,
Andstaðan gegn vörum frá Evrópu er að vísu ró-
mantík ein. Eigi að síður er jmssi andstaða eðlilegt aft-
urkast með þjóð, sem hefir sætt illri meðferð, og á
bak við hana liggur réttmæt gremja. „Það eru vélarn-
air, sem hafa gert Indland fátækt," skrifar Gandhi í
bók sinni „Hind Swaraj“. „Það er ekki auðgert að meta
til verðs þann skaða, sem Manchester hefir valdið oss.
Það er Manchester að kenna, að handiðnaðurinn ind-
verski er því nær úr sögunni.“
1 mörgum nýlendu-þjóðfélögum er öreigastéttin og
ódýra vinnuaflið samt sem áður ekki orðið til fyt*r