Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 54

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 54
152 Gróðinn af nýlendunutn. iðunn innbornum búendum) í héraðinu Ranau á Sumatra. Hér- aðið alt er 49 000 hektarar, og af því voru 36 000 hekt- arar teknir eignarnámi og breytt í gúmmí- og kaffi- ekrur. 1 belgisku verndarnýlendunni Ruanda var landflæmi mikið tekið eignarnáini vorið 1929 og fengið í hendur belgiskum sérleyfisfélögum. Þeir, sem bjuggu á ftessu svæði, voru boðnir út til að vinna í koparnámunum í Katanga. Petta eignarnám í Ruanda leiddi til almennr- ar uppreisnar —- einnar peirra mörgu uppreisna, sem brjótast út og eru barðar niður án pess að á pær sé minst í öllum porra dagblaða E\Tópu. „Uppreisnin hófsit í Gatsibou," stendur í skýrslu, sem Bandalag fyr- ir undirokaða pjóðflokka hefir gefið út í Berlín. „Inn- bornir höfðingjar, sem studdu kúgarana, voru drepnír, og Belgir uröu að láta undan siga í bili. Seinna gerðu belgiskir og brezkir herflokkar árás í sameiningu og hertóku Kyante, sem var miðstöð uppreisnarinnar. For- ingjar uppreisnarmanna flýðu til Uganda. Þar voru peir teknir fastir og frarn seldir í hendur belgiskra yfit' valda.“ Því fer fjarri, að penna pátt nýlendusögunnar purfi að grafa fram aftur í siðlausri fortíð. Valdboðið eign- arnám á landi á sér stað nú á dögum svo að segja í kring um okkur. Meðal ýmsra |)jóðflokka á frumstigi menningar hafa Evrópumenn trygt sér ódýran vinnukraft með pví fyrst og fremst að leggja á íbúana skatta, sem hlutu að sprengja hið gamla skipulag. Þessa aðferð hafa Bretar svo að segja hreinræktað í Suður-Afríku. Þegar peir voru að sölsa undir sig Rhodesiu, lögðu peir á blökku- mennina nefskatt eitt sterlingspund á ári á nef hvert —, sem greiðast átti til brezka nýlendufélagsins-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.