Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 55
IÐUNN
Gróðinn af nýlendunum.
153
Þeir blökkuimenn, sem áttu sér bólfestu á numdu landi
— þ. e. á eignarnumdu landi — voru auk þess skyld-
aðir til að svara einu sterlingspundi árlega til nýju
jarðeigendanna. Skatt-tekjur þessar höfðu ekki beinlínis
stónnikla fjárhagslega þýðingu fyrir Bneta, enda ekki
íyrst og fremst til þess ætlast. Sá raunverulegi hagnað-
ur af skattinum lá í áhrifum þeim, er hann hafði á
Þjóðskipulag blökkumanna. Til þess að geta greitt
skattinn urðu þeir að fá sér daglaunavinnu á pLantekr-
um Evrópumanna eða við önnur fyrirtæki þeirra. Þessi
s-kattmáti var í reyndinni hin virkasta aðferð, sem
hugsast gat, til þess að sprengja og umturna því fé-
lagsskipulagi, sem blökkumennirnir bjuggu við. Með
þessum hætti reyndist næsta auðvelt að bjóða út heil-
am her af ódýrum launaþrælum handa brezkum fyrir-
fmkjum og gróðafélögum í landinu.
Það er fjarri því, að þesisi tegund ofbeldis heyri for-
fiðinni til eingöngu, frekar en þær þvingunar-ráðstaf-
auir, sem áður er drepið á. f>essar aðferðir eru notaðar
'eun í dag. Lítum á eitt dæmi frá siðasta ári.
Sumarið 1929 var gripaskatturinn, sem innbornir
íúenn í Natal verða að greiða, hækkaður um 25o/0.
^áðstöfun þessi olli uppreisn, sem var bæld niður með
þervaldi. Aðgerðarlaus mótþrói gegn þessu valdboði
^élt þó áfram og heldur enn. I nóvember sama ár létu
yfirvöldin brezku innheimta þenna skatt í Durban með
þeim hætti, að herlið, vopnað vélbyssum og gasbomb-
uki, sló hring um þá, sem greiða áttu skattinn.
Jaínhliða þessum. frekar óbeinu aðferðum til að skapa
eigna,snauðan lausingjalýð og með því sjá fyrir ódýr-
U:in vinnukrafti hafa Evrópumenn frá fyrstu byrjun
nýlendusögunnar aflað sér vinnukrafts með hreinu og
þeinu útboði verkafólks með þrælaveiðum og beinni