Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 60
158 Gróðinn af nýlendunum. iðunn ríkisgjöld Noregs. Að eins að forminu til eru þetta eftirlaunagreiðslur. I raun og veru er jiað arðrán í frumrænustu mynd — gjöld, sem eru innheimt sem skattar. Alt það, sem nú hefir verið talið, er þó ef til vill minstur hluti nýlendugróðans. Aðalmagn hans er ekki að finna undir þessum tiltölulega mælanlegu og opin- beru töluliðum. Það liggur falið í hinum geysiiegu framlögum af óheyrilega ódýrum vörum, sem nýlend- urnar senda til Evrópu á ári hverju. Daglaun piant- ekru-verkamanna eru venjulega um 50 aurar eða nálægt [jví Vso af daglaunum iðnaðarverkamanns i Evrópu. Verðið á vörum þeim, sem framleiddar eru á plantekr- um nýlendnanna, er því afar-lágt Ódýrum vörum frá nýlendunum er skift fyrir dýrar iðnaðarvörur frá Ev- rópu. í þessum vöruskiftum liggur falinn stórgróði fyrir Evrópu og tilsvarandi tap fyrir nýlendurnar. Og það er engin tilviljun, sem hér skiftir gróða og tapi. Evröpn- menn hafa með ráðnum hug lagt grundvöllinn að þess- um ójöfnu viðskiftum mieð því að þröngva verkalýð nýlendnanna til að vinna fyrir hungurlaun. Oss hættir til að meta ávinning Evrópu eingöngu eftir útflutnings-yfirmagni nýlendnanna. l^að er að vísu geysimikið. Samt sem áður segir það oss ekki allan sannleikann um þessi efni. Heildargróðinn er i raun og veru miklu rneiri, og öll njótum við góðs af honum. Mestur hluti þess sykurs, sem vér neytum, er fram- leiddur á ekrum nýlendnanna af verkamönnum, sem fá 50 aura á dag í kaup og eru reknir til vinnunnar með valdi. Það er ávöxtur kúgunar, blóði blandinn. Efnið í isúkkulaðið og kakóið, sem vér drekkum, er framleitt af hungurlaunuðum þrælum. Nokkuð af kaff- inu sömuleiðis. Talsverður hluti þeirra hráefna, sem

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.