Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 63
3ÐUNN Um Kristofer Uppdal. 161 Uppdal skrifar landsmál og er hinn mesti málsnillingur. Stíil hans er oft yljaður heitri ljóðrænni glóð og er Iitrikur og styrkur í senn. Táknrænt hugmyndaflug hans er oft hrífandi, enda hefir hann ort próttmikil og stemningsauðug kvæði. Ef til vill mun sumum pykja Uppdal nokkuð klúr stundum, en hann er ómengaður allri ónáttúru, og ættu pví allir peir, sem pað eru, að geta lesið bækur hans, — að minsta kosti í einrúmi(!) — og pað sér til mikillar ánægju. Að hinu mikla ritverki hans hefir helzt verið fundið, að samhengið sé nokkuð lauslegt milli bindanna. — Og auð- vitað er pað, að ekki eru öll bindin jafn-verðmæt. Bezt tel ég: „Kongen'*, „Stigeren", „Trolldom i lufta", „Dansen gjenom skuggeheimen", „Domkyrkjebyggjaren" og „Van- dringa". Kafli sá, sem hér fer á eftir í íslenzkri pýðingu, er úr „Trolldom i lufta". Ollöv Skjöllögrinn hefir ætlað að leita sér atvinnu við að reisa af nýju borg eina, sem brunnið' hefir. Fjöldi „rallara" safnast saman á borgarrústunum, en nú dregst von úr viti að byrja á smíðinni. Verkamennirnir eru félausir og húsnæðislausir, og ástandið meðal peirra verður verra og verra. öllöv Skjöllögrinn gerir ýmislegt fyrir sér, og hann flýr frá borgarrústunum og hygst leita sér atvinnu við námu eina. Á leiðinni pangað hittir hann, prjá verkamenn, sem slást í fylgd með honum. Gudmundur Gislason Hagalín.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.