Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 66
164 Bylurinn. IÐUNN Snjókoman eykst óðum. — Kannske sé rétt við snúum við og reynum að finna selið? segir Dröbakken dræmt. Jönnem styður tillöguna. Það ýtir undir hann um úrtölurnar, að Dröbakken styður mál hans. — Það er hreinasta fásinna, að leggja á fjallið i svona útliti. Skjöllögrinn brennur í skinninu að komast áfram. Hann uerdur að fjarlægjast alt, sem hefir auðmýkt hann og sært. Og hann hefir það einhvern veginn á tilfinningunni, að þegar heiðin sé orðin á milli hans og vestursveitanna, þá losni hann við það, sem hefir valdið honum kvöl. Það er eins og eldur brenni í æðum hans — og það eykur honum ásmegin. Hvert augnablikið er dýrmætt. Ef til vill getur eitthvað komið fyrir, ,sem geri honum ómögulegt að komast út úr öllum vesaldómnum. Og nú virðist björgin svo nærri. Að eins tvær dagleiðir þangað, sem hann telur sig sloppinn. Hann kvíðir ekki neinu. Hann hefir ekki átt sjö dagana sæla, en hann hefir þó hingað til klórað í bakkann, og það myndi honum að líkindum takast framvegis. Hann keyrir skiðastafinn hvatlega í fönnina. Nú, ef þið snúið við, þá held ég bara einn áfram. segir hann. — Ég var einn, áður en ég hitti ykkur — og það er líklega til þess ætlast, að ég verði einn míns liðs. Ég læt mig ekki. Áfram skal ég, þó að himinn og jörð standi í einu kófi. Ætli ég verði þá ekki með þér, segir Dröbakken. — Ég er aldrei smeykur — og það fer þá ekki ver en illa. Hann finnur það, að honum muni ekki fært að þoka Skjöllögrinn og vill ekki missa samfylgdina.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.