Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Síða 69
IÐUNN
Bylurinn.
167
eins og þeir reki höfuðin í vegg — vegg, sem er al-
settur hvössum oddum.
— Ja, nú er betra, að lánið leiki við okkur, ef þetta
á að enda vel, segir Jönnem. — Nú ríður okkur á
að halda stefnunni, ganga beint áfram, svo að við
ekki villumst.
Hvassviðrið eykst. Það hvæsir og hvín, og svo er
hvast í byljunum, að ekki er stætt. Þaö er eins og fé-
lagarnir komist ekki úr sporunum. Hvinurinn í loftinu
magnast, og svo er sem fram hjá þjóti ])úsundir byssu-
kúlna. Og stundum hækkar hvassviðrið róminn, svo
að gnýrinn verður eins og brotsjóar hvæsi við hvass-
brýnd sker.
Kaldahlátur kveður við í huga Skjöllögrinns í hvert
sinn, sem hann riðar fyrir átökuin stormsins og er að
því kominn að missa jafnvægið. Hann gerir sér ekki
fyllilega grein fyrir lífshættunni — hefir haldið sig
svo nærri því að vera sloppinn. Barátta þeirra félaga
við bylinn og hvassviðrið minnir hann á ferð, er hanrr
fór um trylt og ólgandi úthafið norður í átthögum hans..
l3á ferð fór hann á opnum báti, ásamt tveim sjómönn-
Um. pá eins og nú tók veðrið á allri þeirri ógn og
öllum þeim tryllingi, sem það átti til. Bárufaldarnir
risu og prjónuðu eins og hvíandi graðhestar — og um-
hverfis bátinn dreif særokið eins og snjóhvítt hagl —
°g dreifðist og varð að hvirflandi gufu, er bar við
himin. Hafernir klufu saltrakt sjóloftið, og báturinn
þaut áfram, knúinn seglinu, eins og risavaxinn fugl svifi
þar yfir löðurfextum brotsjóunum. Þá fór Skjöllögrinn
«ins og nú. Hann gerði sér ekki fyr en eftir á grein
'yrir lífshættunni. Hann sá bara fegurð og mikilleik
hamfaranna, og sú nautn, sem það veitti honum, hóf
hann upp úr bárudal skelfingarinnar og fylti hugann