Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 71
ÍÐUNN Bylurinn. 169 1>Ó að ]>eir leiðist. Og ]>eir heyra ekki til sjálfra sín, þó að þeir hrópi af öllum mætti. Pó að Rambern sé ungur og óharðnaður, hefir liann sig á mótd storminum, án þess að Skjöllögrinn létti hon- um gönguna. Skjöllögrinn finst jafnvel, að Rambern hjálpi stundum til að auka gönguhraðann. Það er eins og hann stæli hug Skjöllögrinns. Viljaþróttur hans veifar arnvængjum og léttir honum leiðina. Hann bítur á jaxl og hallar sér í veðrið fullur hararammri þrjózku. Snjórinn lemst ískaldur inn á hann beran, en glóð vilja og ákefðar tekur á móti kuldanum, og kitlandi hitalíðingar fara um líkamann. Svo kemur að þvi, að þrek Jönnems þrýtur. Hann hnígur máttlaus niður. En þrátt fyrir það nema hinir ekki staðar. Þeir reisa hann upp og draga hann á milli sín. Á eftir þeim berast langdregin ýlfur gegnum storm- gnýinn. Þeir heyra þau aftur og aftur. Og alt af heyrist þeim þau vera að baki sér, þó að stormurinn virðist standa í fangið. Annars er loftið einn samfeldur iðandi hvirfill af möluðum is, og sín þotan þeytist úr hverri áttinni. Skjöllögrinn finst einhvern veginn, að þessi ámátlegu og ömurlegu ýlfur geti ekki verið í vindinum. Nú man hann það, að rjúpnaskyttan, sem hann hafði hitt, hafði minst á, að úlfar hefðu sést á þessum slóðum. Og nú hugsar hann með sér, hvort það geti verið, að úlfa- hópur hafi fundið af þeim lyktina og sé nú farinn að olta þá. Öðru hvoru finst honuim eins og hlýr og votur kjaftur glefsi í freðnar buxnaskáimarnar. En svo getur hann talið sér trú um, að þetta sé bara ímyndun. Jönnem verður ]>yngri og þyngri. Nú er hann hættur að geta létt nokkuö undir með þeim, sem leiða hann.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.