Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 72
170 Bylurinn. IÐUNN Hendurnar á þeim dofna, og hann dregur þá með sér niður í fönnina. Svo liggja ]>eir þarna í kös. Og yfir þeim ærist og öskrar fárviðrið — öskrar, hvín og emjar í sívaxandi tryllingi. Þeir finna, að þeir eru komnir yfir vatnið, því að nú er farið að verða á fótinn. Ofan á aðra erfiðleika bætist nú náttmyrkrið. Þeir félagar skreiðast áfram gegnum iðhvikan sorta, sem kveinar og rymur í kring- um þá. Alt í einu fleygjast þeir hver frá öðrum og geta ekki strax áttað sig á, hvað jressu veldur. En það er bara stormurinn. Það er orðið svo hvast, að þeir geta ekki staulast á fætur. Skjöllögrinn liggur á grúfu og fálmar í kringum sig. I fyrstu finnur hann ekkert lifandi, hvernig sem hann fálmar. Svo verður fyrir honum eitthvað, sem er hart viðkomu — og hann finnur, að það er maður. En honum er ómögulegt að vita, hver af félögum hans það er. Þá verður fyrir honum hönd — og hún tekur fast í höndina á honum — svo það getur ekki verið Jönnem. Höndin er jítil. Þetta er iíklega Sjugur Rambern. Já, hann slapp líka furðuvel út úr öllum vandræðunum og allri hörmunginni við brunarúsitirnar, hugsar Skjöllögrinn. En nú er jafnt á kolmið með þeim, honum og Rambern. Tvenn ólík ör- lög hafa mæzt á krossgötum. Skjöllögrinn minnist þess, að hann hafði huggað sig við, að hamingjan væw Rambern holl — og honum mundi sjálfsagt lánast að komast leiðar sinnar. Skjöllögrinn hafði bara láðst að taka tillit til sinnar eigin ógæfu. Hann hafði ekki gefið því gaum, að ógæfa hans og sigurvænleg æskuheill Ramberns hittust þarna á heiðinni og áttu samleið og nú lék vafinn á, hvor sigurinn bæri úr býtum. Honum hafði ekki dottið það í hug, að hans eigin ó-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.