Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Qupperneq 82
180
Ferðaminningar.
IÐUNN
ég heyrði skýrt ómana af hinu hálfgleymda sálmalagi
í margrödduðum söng. Síðan hefi ég einstöku sinnum
getað heillað fram þessa opinberun á vorkvöldum,
)>egar ég hefi setið við opinn gluggann og heyrt and-
varann Ieika í blaðkrónunum úti fyrir, og smátt og
.smátt hefi ég styrkst í þeirri von, að þetta sé eitt af
því, sem aldxei verður af mér tekið og ég fæ að njóta
fram á elliár, jafnvel eftir að heyrn mín er að mestu
þrotin.
Stokkhólmur! í dag ert þú mér eins og sundurlausir
kaflar úr hálfgleymdu tónverki. Ef ég geng með fram'
hinum straumþunga Malarál, þar sem umferðin er
imest, ertu eins og tryldur, stórfelduT forleikur að óperu.
Á torgunum við leikhúsið og sönghöllina birtistu mér
eins og tignarleg aría. — En úti á Skansinum, innan um
hinar fornu bygðir, ertu eins og gamalt islenzkt tví-
söngslag.
Stokkhólmur! Ég hálfþekki þig eins og gamla sálma-
lagið mitt. Ég hefi horft á þig með gaumgæfni á kort-
inu, sem er breitt undir gler á afgreiðsluborðið á hótel-
inu, þar sem ég bý. Ég hefi keypt mér myndabækur
af helztu byggingum þínum, og þegar ég stend alt i
■einu fraimmi fyrir einhverjum þeirra, ber ég kensl á
þær eins og hina sundurlausu tóna. En bænum( í heild
sinni er ég ókunnugur, því að enn er ég ekki búinn að
vera þar nema rúmlega sólaThring, og megnið af tím-
anum hefir farið í það, að skoða einstök söfn, sigla út
til Vaxholm, og svo fór ég í óperuna í gærkveldi og
heyrði rússneskan söngleik túlkaðan og borinn uppi
sænskri hámenning. Það var næstsiðasta óperan á
þessu leikári, og mér fanst vera vorboði í fasi og söng
leikandanna. Húsið var ekki alveg fullskipað, en þar
ríkti einhvers konar göfgi, samræmi - og hrifning-