Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Qupperneq 84
182
Ferðaminningar.
iðunn1
Uppsala eftir tvo til prjá daga. Það er hvort sem er
óvíst, að ég eigi nokkurn tíma kost á pví, að skoða
Stokkhófm aftur í slikri sumardýrð.
Engum manni, sem reikar í dag um götur og torg"
Stokkhólmis, fær dulist, að hann er kominn í einkenni'
legan og stórglæsilegan norðurlenzkan höfuðstað
— — — med blikandi hafsöltum borgarálum
borinn til adals af lancli og sjó.
Kaupmannahöfn er að vísu talsvert stærri og fjöl-
mennari bær, en sú borg hrífur mig ekki með sama
hætti og Stokkhólmur. Kaupmannahöfn hreif mig i
fyrsta sinn nálega eingöngu vegna minninganna um
alla gömlu tslendingana, sem höfðu háð lifsbaráttu sína
í pessari gömlu verzlunar- og menningarborg við Eyr-
arsund. Tímunum saman reikaði ég um gamla bæinn,
fram hjá Garði og háskólanum og par, sem íslenzkir
mentamenn voru fyrrum, og mér fanst andi peirra svífa
yfir pessum forna borgarhluta. í ólgandi mannhafinu á
Kaupmangaragötu gekk ég aleinn, gagntekinn af hugs-
uninni um liina undarlegu íslenzku brautrýðjendur, scnt
komu lengst utan úr bygðum fslands og háðu rnn stund
ævintýralega lífsbaráttu á pessum slóðum. Þar urðu
peir, sumir hverjir, að heimsborgurum. Kraftar peirra
mögnuðust, jieir kendu manndóms, og blóðið svall >
barmi jteirra við tilhugsunina um kjör hálfgleymdrar,
fátækrar smápjóðar norður á hjari veraldar, pjóðarinn-
ar, sem hafði aldrei látið bugast í raunum og hörm-
ungum margra alda, pjóðarinnar, sem átti tilkall tif
peirra sjálfra.
Kaupmannahöfn var mér pá fyrst og fremst aðsetur
Árnasafns — pessa dýrmæta íslenzka bókmentafjár-
sjóðs, sem er varðveittur í steinklefa í byggingu há-
skólabókasafnsins, að mestu leyti ókunnur hinum-