Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 92

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 92
190 Bækur. iðunn Jóni Arasyni og fleirum, en insta driffjöðrin í verkinu var eigi að síður vilji kirkjunnar til valda. Um f>að verður naumast deilt, að í siðskiftunum eru hreyfiöflin ekki einungis trúarlegs eðlis, heldur einnig stjórnmálalegs. Baráttan snýst um veraldleg völd, engu síður en mannlega sáluhjálp. Petta gildir sennilega jafnt um upp- hafsland hins nýja siðar, Þýzkaland, sem um Norðurlönd. í Þýzkalandi virðast pó siðaskiftin að ýmsu leyti liafa í för með sér þjóðlega vakningu. Það sama verður ekki sagt um Norðurlönd, að minsta kosti hvorki um Noreg né island. i þessum löndum háðum siglir erlent konungsvald i kjölfar hins nýja siðar og kemst pá fyrst í algleyming, er vald katólsku kirkjunnar er brotið á bak aftur. En petta hefir valdið pví, að baráttan gegn hinunr nýja sið hefir jafnframt orðið að frelsisbaráttu' í hugum manna, pótt „frelsið" væri í pví einu fólgið að ganga svínbeygðir undir oki kirkju- valdsins. Katólsksinnaðir rithöfundar — og jafnvel aðrir líka — hafa pví lagt áherzlu á pað, að fall páfakirkjunnar hafi leitt til hins mesta hruns og ógæfu fyrir þjóðirnar. Það verður ekki sagt, að Gunnar Gunnarsson taki Irein- línis í penna streng. Hann hefir yfirleitt ekki litið á það sem sitt hlutverk að sýna oss þau öfl, sem voru að verkt bak við tjöldin. Bók hans dýpkar pví ekki skilning lesand- ans á sögunni til verulegra muna. Það er persónan Jón Arason, sem höf. hefir viljað sýna. En slikum manni verður vitanlega ekki lýst án þess, að lesandinn verði nokkru fróðari um samtíð hans og um starfshætti þeirrar stofn- unar, er liann heyrir til. Höf. verður ekki sakaður um, að hann halli á kirkjuna; fremur myndi mega segja, að hann dragi fjöður yfir bresti hennar. Það verður ekki vitað, hvort höf. telur katólsku kirkjuna hafa misbeitt valdi sínu hér á landi. Að minsta kosti lætur hann vera að ákaira hana. Mynd sú, sem brugðið er upp af fyrirrennara Jóns Arasonar á Hólastóli, Gottskálki biskupi Nikulássyni, gefur ekki mikla skýrjngu á því, hvers vegna hann hlaut auk- nefnið „hinn grimmi". í lýsingunni á Jóni Arasyni sjálfum ber að vonum mest á höfðingsskapnum, dugnaðinuin, glæsi- leikanum. En á stöku stað er lauslega drepið á jarðakaup hans og jarðagjafir til barna sinna. Lesandanum blandast ekki hugur um, að Jón Arason hefir átt inargar jarðir og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.