Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Blaðsíða 27
IÐUNN
Svona á ekki að skrifa ritdóma.
185
6.
Herra Bogi segir enn fremur: »Mér skilst sem Þór-
bergur haldi því fram, að óhugsandi sé. að hægt
verði að bæta Esperanto til nokkurra muna. En
hvernig veit hann það? Flest mannanna verk munu
vera ineira og minna gölluð, og því skyldi ekki
Esperanto vera undir sömu sökina selt?«
Hér fer það að eins á milli mála, að ég hefi aldrei
sagt né hugsað neitt þessu líkt. í kaflanum um þróun
Esperantos, á bls. 268—271, kemst ég svo að orði,
eftir að hafa sýnt ýms dæmi þess, hvernig Esperanto
hefir þróast hingað til:
»Þannig þróast Esperanto eftir sömu lögum og þjóð-
tungurnar. Grundvöllur málsins helzt óbreyttur. Sam-
band þess við forlíðina er óslitið. En fyrir stöðuga
notkun í þágu vísinda, lista og verklegra framkvæmda
auðgast það smám saman að orðum, orðmyndum og
orðatiltækjum, og þessi látlausa þjálfun i skóla lífsins
gerir það æ liprara, líflegra og margbreytilegra í með-
förum, svo að það er þegar orðið eins fært um að
endurspegla hin vitsmunalegu og listrænu fyrirbrigði
sálarlífsins eins og þjóðtungurnar. Og þó á Esperanto
enn þá eftir að auðgast, fegrast og fullkomnast langt
fram yfir það, sem við fáum gert okkur Ijósa hugmynd
um, eins og öll önnur viðfangsefni sem heili manns-
ins leggur rækt við«.
Þetta hefi ég sagt.
7.
Þá heldur Bogi, að svo geti farið, að Esperanto
viki síðar meir fyrir öðrum planmálum. Og til þess
að gefa þeirri getgátu frekari staðfestu, fullyrðir hann,
að esperantistarnir séu nauða fáir.
Það er nú engan veginn rétt, að esperantistarnir séu