Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Blaðsíða 73
IÐUNN
Nútiðarbókmentir Bandarikjamanna.
231
Það er ánægja hinna dauðu, sem fyllast heift gegn
þeim, sem lifa og geta hfsanda dregið. Það er rotn-
unin, tilbeðin og helguð sem hin eina sanna heil-
brigði. Það er að bannfæra hamingjuna. Það er að
velja þrældóminn af fúsum vilja og segja hann frels-
inu betri. Það er að hafa þrældóminn fyrir sinn guð!
Þá er Babbitt, Nó-
belsverðlaunabók Sin-
clair Lewis. Babbitt er
þegar orðið nafn á sér-
stakri tegund manna,
ekki að eins í Banda-
ríkjunum, heldur yfir-
leitt i menningarlönd-
um heims.
Hann er kaupsýslu-
maður í miðlungsstórri
borg. Hann lifir eins
og hinir af hans stétt,
klæðir sig eins og hin-
ir, talar eins og hin-
ir, veit ekki meira en
hinir og hugsar yfir-
leitt eins og hinir, Og honum finst alt harla gott, á
enga ósk nema þá eina, sem allir umhverfis hann
bera i brjósti, þá ósk, að verða ríkari, svo að hann
geti komist i félagsskap, sem er nákvæmlega eins að
eðli og andleysi og sá, sem hann er í, nema hann er
dýrari og þess vegna meira metinn og fínni. En svo
verður Babbitt fyrir því slysi, að augun á honum opn-
ast fyrir þeirri staðrevnd, að í rauninni ræður hann
ekki sjálfur orðum sínum eða athöfnum, jafnvel ekki
hversdagslega hugsunum sínum. Alls staðar eru ósýni-
Sinclair Lewis.