Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Blaðsíða 100
258
Hatur.
IÐUNN
varð auðn og tóm. . . Hvernig það atvikaðist? Taktu
nú eftir! Eg var oft á ferðalagi. Starfið, sem eg
gegndi, krafðist þess. Það voru ekki langferðir, en því
fleiri. Svo var það einu sinni, að eg kom heim úr
einni slíkri ferð. Hún var ekki heima. Hún var farin.
Það Iá bréf til mín á borðinu. Hún gat ekki verið hjá
mér lengur, stóð í bréfinu. Líf hennar heyrði öðrum
til. Henni hafði skjátlast, þegar hún hélt að hún ynni
mér. Það var ekkert annað en ógæfa mín, sem hafði
hrært hjarta hennar svo djúpt. Hún hafði gjarna
viljað fórna sér fyrir mig, en það varð henni ofraun.
Lífið kallaði á hana hástöfum. Hún var ástfangin.
Og hún nefndi manninn, sem hafði valdið henni
hughvörfum . . .
Bréfið endaði á þvi, að hún vissi, að eg myndi aldrei
geta fyrirgelið henni. Og hún óskaði þess, að við
sæjumst aldrei framar.
Eg seig niður í eins konar leiðslu. Hvert band var
brostið. Eg sökk til botns á ný.
. . . Eg veit ekki hvenær það var, en loks vakn-
aði eg af dvalanum. Dagurinn var grár. Eg sá það,
og ég fann það. Hann lukti um mig. Eg var sveipað-
ur í þenna tómlega dag eins og í likklæði.
Dagar liðu, ár liðu — ég veit ekki hvernig. Hugs-
aðu þér, það liðu ár! . . . Eg svipaðist um í heimin-
um. Mér stóð á sama um þá menn, sem ég umgekst.
Hugur minn var tómur, opinn og gleyminn. Fólkið,
sem eg kyntist, kom og hvarf . . . En í leyndasta
hólfi hugans hafði ég lokað þau tvö inni . . . í leyni-
hólfi . . . heyrirðu það . . . í altraustum klefa, sem
var lokað . . . lokað tvöföldum járnhlerum . . . og
það var koldimt í klefanum . . . og þarna geymdi
ég þau . . . Þarna sátu þau, þessi tvö, sem höfðu