Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Blaðsíða 78
236
Nútif arbókmentir Bandarikjamanna.
IÐUNN
um, sem gæta heilbrigörar hófsemi — og ósigurinn
og fordæmingin hafa fylt hann þeirri tilfinningu, að
hann sé glataður og eigi sér enga uppreisnarvon.
Ungi maðurinn, sem fólkið kemur til með vand-
kvæði sín, er sál, sem lífið er ekki búið að hneppa í
fjötra. Og hann læt-
ur sér reynslu fólks-
ins að kenningu verða
og flýr burt, flýr til að
vita, livort ástin muni
ekki geta gert hann að
»styrkum og hamingju-
sömum manni«. Sher-
wood Anderson trúir
því sem sé, að sé rétt
á haldið, þá geti ást-
in veitt mönnunum
heill og hamingju. í
rauninni er því þessi
illræmdi uppreistar-
maður gegn gömlum
og góðum siðum að berjast fyrir mjög gömlum og
rómantískum hugsjónum.
Many Marriages lýsir manni, sem er kvæntur og
á uppkomna dóttur. Hann er vel stæður kaupsýslu-
maður og sýnist yfirleitt lifa hamingjusömu og heil-
brigðu lífi. En dag nokkurn rennur það upp fyrir
honum, að líf hans sé í rauninni nokkuð eyðilegt.
Og hann fer að hugleiða sitt hlutskifti. Hann kemst
þá að þeirri niðurstöðu, að hann, sem ungur »breiddi
fagnandi út faðminn«, eins og Stefán frá Hvítadal
segir, og sá »hve fríður guðs heimur er«, hefir legið
í dvala frá því, að hann kvæntist. Konunni hans