Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Blaðsíða 85
IÐUNN
Nútíðarbókmentir Bandaríkjamanna.
243
tímum og þessari kynslóð, að þeir geti ekki gefið
henni neina von.
Þá vil ég minnast á Ludwiij Lewisohn, sem er hér
kunnari en hinir fyrir það, að Iðunn hefir flutt eftir
hann mjög athyglisverða ritgerð um nazismann þýzka.
Lewisohn er af þýzk-
um Gyðingaættum.
Hann fékk að kenna á
Gyðingahatrinuvestra,
og sumar bækur hans
eru vörn fyrir kynþátt
hans um leið og þær
eru stórmerkileg skáld-
rit. Frægasta og mesta
bók hans er The Case
of Mr. Crump (á
dönsku Tilfældet Her-
bert Crump). Hún
lýsir þvi átakanlega,
hvernig öldruð kona,
sem er gift ungum
manni, eyðileggur líf
hans. Hann getur ekki losað sig við hana vegna þess,
hvernig hjónabandslöggjöf Bandarikjanna er háttað,
og af samlífi þeirra, réttarfarinu, blöðunum og innri
og ytri staðreyndum yfirleitt fáum við einhverjar
skarpskygnustu og svartsýnustu lýsingar, sem til eru
í nokkrum bókmentum, alt framsett af einstakri snild
og skelfilegast fyrir það, að höfundurinn þröngv-
ar okkur til að sjá það með hans eigin augum og
þjást yfir jjví, nærri því eins og við hefðum sjálf lif-
oð það.
Loks vil ég nefna þrjá höfunda, sem allir hafa vakið
16*
Louis Broomfiekl.