Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Blaðsíða 129
IÐUNN
Bækur.
287
Einar H. Kuaran: Ljóö. Reykjavík.
Útgef.: ísafolclarprentsmiðja h.f. 1934.
Að fá jiessa bók í hendur er eins og að endurheimta kjör-
grip, sem var iöngu glataður — og endurheimta hann i nýrri
og fegurri mynd. Ljóðmæli Einars Hjörleifssonar las ég fyrir
meira en Jirjátíu árum. Það var lítil bók og fremur ósjáleg;
ég lield að jiað hafi verið minsta bókin i lestrarfélaginu heima.
Samt sem áður er hún mér ógleymanleg. Eg vil ekki fullyrða,
að ég hafi lært liana spjaldanna milli, en mörg kvæðanna
kunni ég. Nú er ég, eins og gengur, búinn að brjóta og týna,
löngu hættur að læra kvæði, hugurinn orðinn ónærnur og
gleyminn i argajirasi dagsins. En einhvern veginn hafa ýms
Jiessara kvæða tollað i mér fram á Jienna dag: Óda til iifsins,
Rosi, Þokan, Dalurinn minn, Kossinn, Söngur Sorais drottn-
ingar, Sjötta ferð SindbaOs, Konúngurinn ú suörtu eyjunum
og ekki sízt Endurminningar (um Gest Pálsson). Það verður
naumast ofsögum sagt af áhrifum Jieim, er Einar H. Kvaran
hafði á næmar æskusálir — alt frá Jiví um aldamótin og fram
eftir árum. Ljóðin höfðu brotið ísinn. En svo kom (1901) Vestan
liufs og austan, sem lengi var til jafnað um hámark snildar i
íslenzkum skáldskap, seinna Ofurefli og hinar stærri sögur —
auk mikils fjölda ágætra smásagna og ritgerða á víð og dreif
í tímaritum og blöðum. Satt að segja efast ég um, að nokkur
rithöfundur hérlendur, að fornu eða nýju, bafi orkað meira á
lífsviðhorf Jrjóðar sinnar i sarntimanum en hann. Enn hefir
ekki verið skrifað neitt að ráði um hlutverk Einars í íslenzkum
bókmentum og áhrif hans á hina andlegu Jiróun með þjóðinni.
Það verður ekki heldur reynt hér. En nrerkilegur er sá þáttur,
og biður þar óunnið verk eftir bókmentafræðingum okkar. Fer
nú að verða timi til kominn, að verkefni þessu verði gerð
einhver skil.
Ekki skal út í það lagt að gagnrýna Ijóð E. H. Kvarans
— þau, er hér liggja fyrir. Þjóðin sjálf er þar bezti ritdómarinn,
og hún hefir þegar kveðiö upp sinn dóm. E. H. Kvaran virðist
ekki yrkja svo mjög af innblæstri. Það, sem einkennir ljóð hans,
er mannvitið — samfara markvísri kunnáttu og öruggum ljóð-
rænum smekk. Ef til vill er þarna að leita skýringarinnar á
l)ví, að hann hætti að mestu að »draga andann« i rímuðu
máli. Skemtilegrar, en þó all-napurrar hæðni kennir hjá hon-
um stundum. Kvæði hans um þokuna endar þannig: