Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Blaðsíða 77
IÐUNN
Nútíðarbókmentir Bandaríkjamanna.
235
hvitu mannanna endurómur máttugra náttúruafla, sem
því nær skelfi hinn veiklaða hvíta kynstofn. Og hann
lætur Svertingja segja:
— Enginn hvítur maður mun nokkurn tíma skilja,
hvernig á því stendur, að fólkið af okkar kynþætti
ráfar um þegjandi og hlær, þegar sólin er að koma
upp.
En nú má ekki skilja mig svo, að Sherwood Ander-
son flytji þennan boðskap sinn í predikunartón, láti
persónur sínar standa á strætum og gatnamótum og
tilkynna þessa lærdóma. Ef hann gerði það, þá mundi
hann ekki vera jafn-áhrifaríkur rithöfundur og hann
hefir reynst. Nei, hann flytur boðskap sinn þannig,
að örlög persóna, sem við verðum að viðurkenna,
að séu óvenju lifandi og eðlilegar, sanna, að hann
hafi vissulega komið auga á athugunarverð sannindi.
Af skáldsögum Andersons vil ég minnast á þrjár,
Winesburg Oliio, Many Marriages og Dark Laughter.
Winesburg Ohio minnir á Frá kirkjugarðinum í
Skeiðarárþorpi eftir Edgar Lee Masters. Fjöldi manna
i bænum kemur til pilts eins og tjáir honum sorgir sínar
°g áhyggjur. Og við kynnumst því, að yfirleitt hefir
þetta fólk glatað lífshamingju sinni vegna þess, að
óeðlilegar ytri hömlur hafa varnað því, að það fengi
uppfyltar ástarþrár sínar. Einn orðar það þannig, að
hann sé unnusti, sem hafi enga til að elska. Annar
segir: Ef hin innilega ástarnautn á annað borð er til,
þá flýr hún að minsta kosti mig. Og hinar niður-
bældu hvatir valda truflun á jafnvægi þeirra, sem
veilir eru. Einstaka maður slitur öll bönd og kastar
sér út í hringiðu nautnanna, lifir eins og óð skepna,
vegna þess að baráttan við náttúrlegar hvatir hefir
orðið honum ofurefli, gert að engu þau öfl hjá hon-