Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Blaðsíða 65
IÐUNN
Nútíðarbókmentir Bandaríkjamanna.
223
sameinaðar af óvenjulegum vilja og þrótti. En Witla
í The Genius er sjálfum sér sundurþykkur og hrekst
eins og strá fyrir straumi á hinu stormúfna hafi lífs-
ins. Mótsetningarnar í honum sjálfum upphefja hvor
aðra, gera hann stjórnlaust flak. í staðinn fyrir að
snúa hinni miklu kvörn, eins og Frank Cowperwood
gerir, þá er Witla eitt af þeim miljónum korna, sem
lendir á milli kvarnarsteinanna. Bók þessi var bönnuð
sem ósiðleg og hættuleg almennu velsæmi. Það var
ekki talið nægilegt að hundsa hana. En nú var
Dreiser orðinn ofan á, ekki að eins búinn að sigra
fyrir sína hönd, heldur allra þeirra, er vildu leggja
frjálst fram skoðanir sínar og hugsanir um tilveruna
og mannssálirnar. Skarpskygni hans, raunsæi, kraftur-
inn, hin óvenjulega geta til að skapa líf hafði vakið
athygli og skelfingu blandna aðdáun mentamanna
víðs vegar um heim, og ógurleg bylgja spotts og
fyrirlitningar flæddi yfir hina menningarlegu og laga-
legu valdhafa í Bandaríkjunum. Svo kom bókin út
aftur, án þess að stjórnarvöld tækju í taumana.
Frægasta verk Dreisers, sem heitir á dönsku „En
amerikansk Tragediekom út 1925 eða mörgum
árum eftir að sigurinn var unninn. Þar heitir aðal-
persónan Clyde Gifford. Hann er sonur leikpredikara
og er maður af svipuðu tagi og Witla í The Genius,
enda verða örlög hans svipuð. Við sjáum, að Clyde
er huglítill og veill, en hann hefir sínar afsakanir. í
uppeldinu hafa verið þuldar yfir honum dauðar kenni-
setningar, sem ógna, en ekki skýra og þroska. Við
sjáum svo hinn óeðlilega stéttamismun, sem miðast
eingöngu við dollaraeign, kynnumst himinhrópandi ó-
samræmi í réttarfari — og svo ýmsum persónum,
sem lýst er með skáldlegri skarpskygni og sérstæðri