Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 25

Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 25
Kirkjuritið. Hreinar leiðir. 1!) lians, verður liún að halda skildi sinum hreinum, oí< varast að slíta hin heilögu tengsl við uppruna sinn og höfund. Annars er hætta á, að kirkjan verði viðskila, ekki við „samtíðina“, heldur sjálfan kristindóminn. Hg jiað er það, sem kirkjuna hefir svo ofl hent, og einnig nú, að villast út úr heimahögum frumkristninnar. Ef það er satt, sem merkur maður sagði nýlega, að kirkjan sé í ógöngum stödd, i andlegum skilningi, vegna truflunar frá utanaðkomandi áhrifuin og breytl- urn lífskjörum, sem séu i þann veginn að kollvarpa öllu ■ nnra jafnvægi og sálarró, og kirkjan ekki sá andlegi kraftur og stoð i þjóðfélaginu, sem hún á að vera, þá er vissulega tími til athugunar. Það er ekki nóg, að mannlífinu fari fram á sumum sviðum, ef trú og andlegum dyggðum lirakar. Ef vatnið er gruggað, þá leitum lil uppsprettunnai'. Svo virðist, sem mörgum sé næsta torskilið, hvert er hið sanna lilutverk kristinnar kirkju fvrir lif og ham- higju þjóðarinnar hæði liið ytra og andlega. Það er eins og skilningurinn tvístrist i allar áttir, og skoðanirnar verði svo margbrotnar, þar sem þó er ein- göngu að ræða um afstöðu til trúar, og má segja, að margt furðulegt komi stundum úr pennanum á prent. Svo sem það, að „kirkjan verði að liaga störfum sínum i samræmi við skapgerð þjóðarinnar“. Nei, kirkjan á ekki að eltasl við þverúðarfulla skapgerð. Hún á að gegna kalli Guðs. Kirkjan á ekki að dansa á torgum, hún a að vera í því, sem Föðurins er. Hún á að vera salt jarðar. Og þetta flokks þvaður sumra lilaða, að þvkjasl vilja styðja kirkjuna, ef liún vilji vera frjálslynd og þjóð- leg nútima kirkja, er út í vind. Kristin kirkja er hvorki háð tímabili né þjóðerni, og því síður sérhagsmunum manna. Guði séu þakkir, að hoðskapur hans lil vor manna er skýr.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.