Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 40

Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 40
34 B. J.: Kaj Munk. Jan.-Febr. Vedersö. Þar beið söfnuður minn í kirkjunni á sunnu- dagsmorgni. Ég' liélt guðsþjónustuna í kirkjunni. Frá kirkjunni fór ég lieim til mín. Ég horfði um stund yfir vatnið, og þá mætti augum mínum fögur sjón. Sjö viltir svanir hófu sig til flugs“. Kaj Munk var orðinn frægur. En gullið átti eftir að prófast í eldinum. Prófinu Iaulc þannig, að hann lét líf sitt. A frægðarsiundinni sá Iiann svanina sjö. En á fórnar- stundinni sér píslarvotturinn himinipn opinn, og getur sagt, eins og hinn fyrsti kristni píslarvottur: S'já, ég sé liimnana ojjna og mannssoninn standa til liægri handar Guði. Kaj Munk hefir sagt: Trúum ekki á veröldina. Trúum á Guð. Þetla er hið fyrsta. En annað er hinu fyrsta næst og það er: Að vera reiðubúinn lil þess að deyja. Sá sem týnir lífi sínu, skal finna það. Ég veit, að vér megum tala varlega, því að lítill er vor kraftur. En þó látum það sjást, að vér teljum það mikils virði að vera synir og dætur þjóðar vorrar. Og ef vér getum ekki sýnt þetta með vopnasigri, þá getum vér þó dáið, dáið, lil þess að hörn vor fái lifað. Danskur andi er norrænn andi. Treyst- um því, að öll Norðurlönd séu vakandi. Kaj Munk hefir talað, heitt sverði andans og borið skjöld trúarinnaar. Rödd hans er þögnuð, en orð hans geymast og andinn sigrar. Orð Guðs verður aldrei fjötrað. Festum í hug og hjarta hið heilaga orð: Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar tal- að; virðið fyrir yður, hvernig æfi þeirra lauk, og likið síðan eftir trú þeirra. (Hebr. 13.7).

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.