Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 52

Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 52
Ásniundur Guðniundsson: Jan.-Febr. 1G Höfuðatriðið við þessa fræðslu er það, að nemend- nrnir verði snortnir sem mest af anda kristindómsins, og' er þá frumskilvrðið, að kennarinn sé vaxinn starfi sínu. Stutta stund á hverjum morgni til sálmasöngs eða ættjarðarljóða tel ég heillavænlega, og lesi þá stund- um kennari eða nemandi fáein orð úr Nýja testamentinu, einkum orð Jesii Krists. Sjálfur liefði ég saknað morg- unsöngvanna i menntaskólanum, þegar ég var þar, og enginn vafi er á því, að einingarandi í skólanum styrkt- ist mjög við það að koma þannig saman allir. Aftur á móti var revnslan af skvlduhúslestrum á sunnudögum miklu lakari, og myndi ég ekki hvetja til þess, að þeir yrðu haldnir. Hilt hefir mér gefizt mjög vel við hús- lestur að láta alla sjálfráða uni það, hvort þeir kæmu eða ekki. Svo myndi einnig um sérstakar guðsþjónust- ur fyrir skólana, þar sem þeim vrði við komið. Ættu þær lielzl að vera með sinu sniði og skólastjóri eða kennarar eða nemendur lesa við þær Ritningarkafla. Sjálf kristindómskennslan, hygg ég, að ætti fremur að vera söguleg en l)einl trúfræðileg. Kennsluhækurnaí1 í trúfræði hafa sumar orðið mjög óvinsælar og vakið þær hugsanir, að kristindómurinn væri þrautleiðinleg- ur. Nægir að benda á kennslubók Lisco’s í Latínuskól- anum fyrrum því til sönnunar og það andlegt tjón, sem af henni ldauzt. Nei guðspjallsrit á lieldur að lesa, eða valda kafla úr guðspjöllunum, m. a. fjallræðuna, eða eitthvað af Pálsbréfum hinum léttari, eins og l. d. Fil- ippíbréfið, eða Postulasöguna. Vel samin kirkjusaga væri einnig ágæl. Ennfremur skvldi kristindómsfræðsla veitt í sambandi við aðrar kennslugreinar, er sérstakt tilefni væri til. T. d. get ég ekki hugsað mér þá mann- kynssögukennslu að gagni, er þáttur kristninnar verður að þoka gersamlega fyrir stríðs-sögu og blóðsúthellinga, eða náttúrufræðikennslu, þar sem aldrei væri bent einu orði á dýrð skaparans. Loks skyldu flutt við skólann

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.