Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 66

Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 66
60 Sveinn Vikingur: Jan.-Febr. skóla eða latínuskóla fyrir prestaefni, sem reknir voru á biskupssetrum, heldur var það og algengt, að prest- ar hefðu skóla á heimilum sínum. Enn má nefna ldaustra- skólana, sem voru einskonar liéraðsskólar þeirra tíma. Prestssetrin íslenzku voru ekki aðeins mörg hin glæsi- legustu höfuðból liéraðanna, lieldur eirinig menntasetur, þar sem ungir menn og meyjar lærðu nytsama liluti bæði lil munns og handa. Og áhrifa frá þessum heimilum gætti um allt nágrennið til eflingar framtaks og menn- ingar. Að svo miklu leyti, sem hægt er að þakka hina ís- lenzku alþýðumenning á liðnum öldum einni stétt, þá leikur enginn vafi á því, að sú stétt er andlega stéttin, klaustramenn og klerkar. Vert er og' að minna á það, að í sambandi við klaustr- in, var sumsstaðar nokkuð unnið að hjúkrun sjúkra, og má segja, að kirkjan og prestar hennar hafi liaft liér einnig' forgöngu á sviði þeirra mála, þótt lækningar þeirra tíma væru yfirleitt á ófullkomnu stigi og lijátrú- arkenndar nokkuð. En margir sjúkir nutu þó aðlilynn- ingar og hjúkrunar á vegum kirkjunnar og' prestanna, og er skylt að meta og þakka þá viðleitni liennar. Við klaustrin mun einnig hafa til orðið fyrsti vísir- inn að elliheimihun á landi hér. Ivlaustrin tóku slundum að sér gamalmenni, og veittu þeim vist, umsjá og að- hlynning. Mun það oft hafa verið venja, að þetta gamla fólk gaf klaustrunum eignir sínar, sumar eða allar, til framfærslu sér. Var þetta nefnt próventa, og mun jafn- vel viðgangast enn á stöku stað hér á landi. Þá er og bæði skylt og ljúft að minna á það, að í ís- lenzkri prestastétt hafa jafnan verið menn, sem skarað hafa fram úr og' unnið hin þýðingarmestu störf, ekki að- eins í sínum verkahring, sem prestar og sálusorgarar, heldur og á sviði verklegra framfara, fræðimennsku, skáldskapar og hverskonar menningar. Ég nefni áhuga- menn um landbúnað og hverskonar framfarir svo sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.