Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 81

Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 81
Kirkjuritið. Hátiðirnar þrjár. 75 Norðmanna var líka ein hátíð lialdin í apríl, en hjá þeim sem sumarhátíð, „at sumri“ eða mót sumri, en þó nefnd „sigurblót“, sem óneitanlega minnir á hebresku orðin: zkr blvt (les: zeker balot, samkvæmt massorita stafsetningu), sem þýðir: minningarmáltíð (eða minn- ingarkjötveizla); enda er lítt liugsanlegt, að „sigurblót“ g'eti átt við vor og sumar í þeirri merkingu, að hátíðin eigi að skoðast sem sigurbeiðni til guðanna, beiðni um vernd og bjálp þeirra i stríði manns við mann. Hátíðirnar þrjár bjá Norðmönnum eru eiginlega ein- göngu tengdar við tímaskipti: Vetrarkomu, árskomu og sumarkomu, en nöfn þeirra benda þó öll til annars, vetrarkomuhátíðin til ársbátíðar, ársbátíðin til vors eða sumarbátiðar, og sumarkomuhátíðin heldur sínu upp- nmalegu nafni, ef „sigurblót“ táknar minningarhátíð. Ifjá ísraelsmönnum voru það karlar einir, sem koma áttu á aðalbátíðarnar, fornu liátíðirnar, en ekki konur. Hjá Norðmönnum munu líka karlar einir hafa sótt hátið- irnar þrjár, blótin þrjú, sem lögboðin voru. Nokkur orð notuð í guðsþjónustumálinu norræna. Blút. Hebreska orðið: „blvt“ þýðir: neyta, eta að fullu, eink- um þó um kjötát. Ef norræna orðið blót er frá þessum stofni ættað, þá táknar það kjötmáltíð, enda var kjöt aðalmaturinn við slikar hátíðir bæði hjá ísraelsmönnum og Norðmönnum. Sónarblót. Þetta orð minnir á hebresku orðin „saan blvt“, sem þýðir: friðarmáltíð, eins og „zeker blvt“ þýðir minningarmál- • íð, og Siguvblót á norrænu er víst frá þessum orðum komið. Blótspá. í orðinu blótspá (blótspánn blótspár) virðist síðari hlutinn eiga uppruna sinn, ætt sína að rekja til hebreska orðsins: sabag, sem þýðir að vinna eið, og „fella blótspán“ þýðir þá eiginlega: að leita véfrétta við heitlof hátíðarinnar, þvi liebreska orðið: phll (phalal) þýðir biðja, biðja fyrir ein-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.