Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 9
Kirkjuritið.
Helgisagan um jólarósirnar
Eftir Selmu Lagerlöf
Ræningjakonan, sem heima átti í Gönguskógi, hafði dag nokk-
urn farið í beiliferð niður í sveitina. Ræninginn sjálfur var út-
lagi og mátti ekki fara út úr skóginum, en varð að láta sér nægja
að sitja fyrir mönnum, sem hættu sér inn í skóginn. En á þeim
tímum var ekki sérlega mikið um ferðamenn á Norður-Skáni.
Ef stigamanninum varð fátt til fanga vikum saman, fór konan
til aðdrátta. Hún hafði með sér 5 krakka í skinntötrum með
Uæfraskó á fótunum og poka á baki, sem drógst við jörð.
Þegar hún kom inn úr dyrunum, þorði enginn að neita henni
um það, sem hún bað um, því að annars var við búið, að hún
Læmi afíur næstu nótt og kveikti í húsinu. Ræningjakonan og
krakkarnir hennar voru verri en úlfar, og marga langaði til
aS reka þau í gegn, en þorðu það ekki af ótta við, að karlinn
myndi hefna þess grimmilega.
Þegar ræningjakonan gekk bæ frá bæ, kom hún einn góðan
veðurdag að Hrísum, þar sem var klaustur í þann tíð. Hún
hringdi við klausturhliðið og heimtaði mat. Dyravörðurinn opn-
Rði rifu á hurðinni og rétti henni sex brauðsnúða, henni einn og
s*nn handa hverju barni.
Meðan móðirin beið við hliðið hlupu krakkarnir um. Einn
beirra kom til hennar og togaði í hana til merkis um, að hann
hefði fundið nokltuð, sem hún ætti að koma og sjá, og ræningja-
konan kom undir eins með honum.
Umhverfis klaustrið var stór og traustur múr, en krakkinn
hafði fundið litlar bakdyr, sem stóðu í hálfa gátt. Konan hratt
uPp hurðinni og fór inn leyfislaust, eins og hennar var vandi.
Hans ábóti, sem var grasafræðingur, réði um þessar mundir
fyrir Hrísaklaustri. Hann hafði ræktað lítinn jurtagarð innan
hlausturmúranna. Og inn i hann gekk nú ræningjakonan. Fyrst
Varð hún svo hissa, að hún nam staðar við innganginn. Það