Kirkjuritið - 01.12.1947, Side 14
282
Selma Lagerlöf:
Nóv. - Des.
sögn ræningjakonunnar og liann sjálfur, en Hans ábóti sá það
ekki, heldur þakkaði Absalon fyrir loforð hans og sagði, að hann
skyldi vissulega senda honum blómið.
—0O0—
Hans ábóti fékk áformi sínu framgengt. Og næsta aðfangadag
var hann ekki heima á Hrísum heldur á leiðinni til Gönguskógar.
Einn af krökkum ræningjakonunnar hljóp við fót á undan honum,
en með honum var leikbróðirinn, sem hafði talað til ræningja-
konunnar í jurtagarðinum.
Hans ábóti hafði hlakkað mjög til að fara þessa ferð og var nú
feginn því, að úr henni hafði orðið. En leikbróðirinn var ekki á
sama máli. Honum þótti mjög vænt um ábctann og hefði ekki
viljað láta neinn annan fylgja honum og gæta hans, en hann
vænti þess ekki að sjá neinn jólagarð. Hann hélt, að það væri
giidra, sem ræningjakonan með kænskubrögðum hefði lagt tii
þess, að ábótinn skyldi lenda í klónum á manni hennar.
Þegar Hans ábóti reið norður til skógarins, sá hann, að alls
staðar var fólk í jólaönnum. A hverjum bóndabæ var kveiktur
eldur í baðstofunni, svo að menn gætu fengið sér bað seinni hluta
dagsins. Frá búrunum var borið mikið af kjöti og brauði í stof-
urnar, og frá hiöðunum komu karlmennirnir með hálm til þess
að strá á gólfin.
Þegar hann reið fram hjá sveitakirkjunum, sá hann, að prestur-
inn og hringjarinn voru að skreyta þær eftir föngum, og þegar
hann kom að veginum, sem lá að Vatnaklaustri, komu fátækling-
arnir þaðan með fuilt fangið af stórum brauðum og löngum kert-
um, sem þeir höfðu fengið við klausturhliðið.
Þegar Hans ábóti sá allar þessar jólaannir, óx eftirvænting hans.
Hann hugsaði um það, að hann átti meiri hátíð í vændum en
nokkur hinna. En leikbróðirinn kvartaði og kveinaði, þegar hann
sá fólkið búa sig undir hátíðina í hverju minnsta hreysi. Hann
varð hræddari og hræddari og grátbað Hans ábóta um að snúa
við og ganga ekki af frjálsum vilja í greipar ræningja.
Hans ábóti hélt ferðinni áfram án þess að láta kveinstafi hans
á sig fá. Hann hafði nú láglendið að baki, og kom inn í skóginn.
Vegurinn versnaði og varð að grýttum götuslóða, þöktum furu-
nálum, og hvergi brú eða spöng yfir ár né læki. Því lengra sem þeir
héldu, því kaldara varð, og ef'tir nokkra stund komu þeir að snjó-
breiðu.
Þetta varð löng og erfið ferð. Þeir fóru cftir bröttum og hálum
sneiðingum, yfir mýrar og keldur, gegnum kjarr og klungur.
Þegar rökkva tók, fór ræningjapilturinn með þá gegnum rjóður,