Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1947, Síða 14

Kirkjuritið - 01.12.1947, Síða 14
282 Selma Lagerlöf: Nóv. - Des. sögn ræningjakonunnar og liann sjálfur, en Hans ábóti sá það ekki, heldur þakkaði Absalon fyrir loforð hans og sagði, að hann skyldi vissulega senda honum blómið. —0O0— Hans ábóti fékk áformi sínu framgengt. Og næsta aðfangadag var hann ekki heima á Hrísum heldur á leiðinni til Gönguskógar. Einn af krökkum ræningjakonunnar hljóp við fót á undan honum, en með honum var leikbróðirinn, sem hafði talað til ræningja- konunnar í jurtagarðinum. Hans ábóti hafði hlakkað mjög til að fara þessa ferð og var nú feginn því, að úr henni hafði orðið. En leikbróðirinn var ekki á sama máli. Honum þótti mjög vænt um ábctann og hefði ekki viljað láta neinn annan fylgja honum og gæta hans, en hann vænti þess ekki að sjá neinn jólagarð. Hann hélt, að það væri giidra, sem ræningjakonan með kænskubrögðum hefði lagt tii þess, að ábótinn skyldi lenda í klónum á manni hennar. Þegar Hans ábóti reið norður til skógarins, sá hann, að alls staðar var fólk í jólaönnum. A hverjum bóndabæ var kveiktur eldur í baðstofunni, svo að menn gætu fengið sér bað seinni hluta dagsins. Frá búrunum var borið mikið af kjöti og brauði í stof- urnar, og frá hiöðunum komu karlmennirnir með hálm til þess að strá á gólfin. Þegar hann reið fram hjá sveitakirkjunum, sá hann, að prestur- inn og hringjarinn voru að skreyta þær eftir föngum, og þegar hann kom að veginum, sem lá að Vatnaklaustri, komu fátækling- arnir þaðan með fuilt fangið af stórum brauðum og löngum kert- um, sem þeir höfðu fengið við klausturhliðið. Þegar Hans ábóti sá allar þessar jólaannir, óx eftirvænting hans. Hann hugsaði um það, að hann átti meiri hátíð í vændum en nokkur hinna. En leikbróðirinn kvartaði og kveinaði, þegar hann sá fólkið búa sig undir hátíðina í hverju minnsta hreysi. Hann varð hræddari og hræddari og grátbað Hans ábóta um að snúa við og ganga ekki af frjálsum vilja í greipar ræningja. Hans ábóti hélt ferðinni áfram án þess að láta kveinstafi hans á sig fá. Hann hafði nú láglendið að baki, og kom inn í skóginn. Vegurinn versnaði og varð að grýttum götuslóða, þöktum furu- nálum, og hvergi brú eða spöng yfir ár né læki. Því lengra sem þeir héldu, því kaldara varð, og ef'tir nokkra stund komu þeir að snjó- breiðu. Þetta varð löng og erfið ferð. Þeir fóru cftir bröttum og hálum sneiðingum, yfir mýrar og keldur, gegnum kjarr og klungur. Þegar rökkva tók, fór ræningjapilturinn með þá gegnum rjóður,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.