Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1947, Síða 20

Kirkjuritið - 01.12.1947, Síða 20
288 Selma Lagerlöf: Nóv. - Des. að springa út. Undurfagrar rósir kepptust við brómberin um að vaxa uppeftir klettaveggnum. Upp úr lundinum uxu blóm eins stór og mannsandlit. Hans ábóti minntist blómsins, sem hann ætlaði að tína handa Absalon biskupi, en hann hikaði ennþá við að slíta það. Hvert blómið var öðru fegurra, og hann ætlaði að gefa biskupnum það allra fegursta. Alda kom af öldu, og nú var loftið svo þrungið birtu að það sindraði. Öll gleði, fegurð og hamingja sumarsins brosti við Hans ábóta. Honum fannst, að jörðin gæti ekki veitt meiri gleði en þá, sem blasti við allt í kringum hann, og hann sagði við sjálfan sig: „Nú veit ég ekki, hvaða dásemdir næsta bylgja getur borið. En birtan hélt áfram að streyma, og nú virtist Hans ábóta, að hún bæri með sér eitthvað úr órafjarlægð. Hann fann, að yfirnáttúrleg angan umlukti hann, og hann fór titrandi að vænta þess, að þar sem öll sæla jarðarinnar væri þegar komin myndi nú gleði him- insins vera í nánd. Hans ábóti fann, að allt varð hljótt. Fuglarnir þögnuðu, yrð- lingarnir hætiu að leika sér, og blómin hættu að vaxa. Sælan, sem nálgaðist, var slík, að hjartað ætlaði að hætta að slá, augað grét ósjálfrátt, sálin þráði að fljúga út í eilífðina. I fjarlægð heyrðust veikir hörputónar, og yfirnáttúrlegur söngur barst eins og þytur. Hans ábóti spennti greipar og féll á kné. Ásjóna hans ljómaði af unaði. Aldrei hafði hann vænzt þess, að sér myndi auðnast í þessu lífi að eignast sælu himnaríkis og lieyra engla syngja jóla- sálma. En hjá Hans ábóta stóð leikbróðirinn, sem hafði farið með hon- um. í sál hans voru myrkar hugsanir. „Þetta getur ekki verið neitt kraftaverk, úr því að illræðismenn fá að sjá það,“ hugsaði hann. „Þetta getur ekki verið komið frá Guði, heldur er það frá hinum vonda. Það er sent hingað yrir djöfulsins vélbrögð. Það er Satans kraftur, sem töfrar okkur og gerir okkur sjónhverfingar." I fjarlægð hljómuðu englahörpur og englasöngur, en leikbróðir- inn hélt, að það væru andar frá undirheimum, sem nálguðust. „Þeir ætla að leiða okkur í glötun,“ andvarpaði hann, „aldrei komumst við óskemmdir út úr þessu. Við föllum í freistni og tortímumst." Nú voru englaskararnir svo nærri, að Hans ábóti sá glampa á bjartar verur milli trjánna. Og leikbróðirinn sá það sama og hann, en hann hugsaði einungis um það, hvílík illska það væri að djöfl- arnir notuðu fæðingarstund frelsarans til að leika lausum hala. Það var aðeins til þess, að þeir ættu hægara með að véla mann- skepnurnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.