Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1947, Side 40

Kirkjuritið - 01.12.1947, Side 40
308 Aldarafmæli Prestaskólans: Nóv. - Des. arbræður þeirra í nágrannalöndum vorum hlutu. Það að slík menntastofnun var komin á fót í landinu og tekin til starfa varð til þess, að farið var að hugsa um að stofna hliðstæðar menntastofnanir í öðrum fræðum, og leiddi það til stofnunar Læknaskólans og síðar Lagaskólans, og þegar þrjár sérstakar akademiskar menntastofnanir voru farnar að starfa í landinu, lá sú hugsun nærri að sameina þær og gera þær að Háskóla. 1 álitsgerð, er stjórnardeild málefna Háskólans og hinna lærðu skóla i Danmörku (Direktionen for Universitetet og de lærde Skoler) sendi konungi um skólamálið íslenzka 14. maí 1841, er komizt svo að orði um Bessastaðaskóla, að hann megi að miklu leyti teljast að vera háskóli landsins, og er það rökstutt með því, að yfirgnæfandi meiri hluti presta landsins njóti ekki annarrar menntunar en þeirrar, sem þeir hljóti í skóla þessum. Með sama rétti hefði mátt kalla fyrirrennara Bessastaðaskóla, Hólaskóla og skólana á biskupsstólunum, háskóla. Þetta er réttmæli á þann veg, að þótt skólar þessir veittu nemendum sínum engan veginn menntun á borð við það, sem háskólar erlendis gerðu, þá voru þeir látnir koma í þeirra stað. Mikill meiri hluti lærðra manna varð að láta sér nægja þá menntun, sem þeir fengu í Latínuskólunum. Hún var það veganesti, sem þeir lögðu af stað með út í lífið, hún var sá fræðilegi undirbúningur, sem þeir fengu undir lífsstarf sitt. Þessa gætir að sjálfsögðu mest hjá þeirri stétt lærðra manna, sem fjölmennust var, prestastéttinni. Hún var lang- fjölmennust þeirra allra allt frá því að kristni kom fyrst í landið og fram á síðasta mannsaldur. Þegar Páll biskup Jónsson lét telja presta í Skálholtsbiskupsdæmi nálægt árinu 1200, þurfti þangað „x presta miður en ccc tíræð“ Þ- e. 290 alls. Ef vér gerum ráð fyrir, að tiltölulega jafnmarg- ir prestar hafi verið í Hólabiskupsdæmi, þá mun láta nærri, að hálft fimmta hundrað presta hafi þurft um þessar mund- ir til þess, að öll prestsembætti í landinu væru skipuð. Eftir siðaskiptin fækkaði prestum að vísu stórum. Þó voru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.