Kirkjuritið - 01.12.1947, Síða 41
Kirkjuritið.
Ræða Ólafs Lárussonar.
309
prestaköllin í landinu enn 191 að tölu um miðja 18. öld, og
enn voru þau 180, árið 1854, sjö árum síðar en Prestaskól-
inn tók til starfa. Þurfti þá enn hátt á annað hundrað presta,
og er það margfalt á við tölu læknanna, lögfræðinganna og
skólakennaranna samanlagða. Langmestur hluti þessara
presta varð að láta sér nægja þá menntun, sem latínuskól-
arnir létu þeim í té. Æðri menntun var ekki að fá í landinu,
og það voru tiltölulega fáir þeirra, sem áttu þess kost að
stunda háskólanám erlendis. Því olli fátækt þeirra, fátækt
þeirra á námsárunum og fátæktin, sem beið flestra þeirra
að náminu loknu í tekjurýrum embættum. 1 því sambandi
langar mig til að vekja athygli á atriði, sem ég minnist
ekki að hafa séð bent á fyrr og orðið hefir næsta áhrifaríkt
um þjóðmenningu vora. Prestsembættin hér á Islandi voru
svo rýr, og lífskjör prestanna svo bágborin, að þau urðu
aldrei eftirsóknarefni fyrir útlendinga. Þessvegna var
prestastéttin hér á landi ávallt íslenzk, einnig eftir siða-
skiptin, og kirkjumálið islenzka. Vér fáum væntanlega
skilið, hvers virði þetta var oss, ef vér horfum til frænda
vorra Norðmanna, sem fengu danska presta til sín og danskt
kirkjumál. Ef til vill má segja, að prestarnir íslensku hafi
með fátækt sinni og í fátækt sinni bjargað íslenzkri tungu
frá glötun.
Eftir siðaskiptin veittu stúdentspróf frá latínuskólunum
rétt til prestsembætta, þótt þau veittu ekki aðgang að
háskólanum í Kaupmannahöfn. Þessvegna var líka nokkur
kennsla í guðfræði veitt í latínuskólunum. En öllum ber
saman um það, að sú fræðsla hafi verið mjög ófullkomin.
En þá kom að því, sem Jón Sigurðsson segir í ritgjörð sinni
um skóla á íslandi, að „það, sem vantaði á skólalærdóminn,
bað var lífið látið kenna mönnurn." Menn hafa reynzt mis-
jafnlega miklir námsmenn í þeim skóla, eins og þeir hafa
verið bæði fyrr og síðar. Þegar Harboe biskup ferðaðist
hér um landið um miðja 18. öld og kannaði lærdóm presta,
varð hann stundum að láta sér nægja, ef prestarnir gátu
nokkurn veginn svarað spurningunum í barnalærdómskveri