Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 42
310
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
Pontoppidans. En margir voru þeir líka, sem lærðu mikið
og lærðu vel í skóla hins mikla og stranga skólameistara,
lífsins sjálfs, og urðu ekki aðeins nýtir menn í kennimanns-
starfi sínum heldur einnig frömuðir mennta og menningar
þjóðar sinnar.
Því kennimennskan var ekki hið eina hlutverk íslenzku
prestanna. Menntalíf þjóðarinnar hvíldi að mestu leyti á
þeirra herðum, og ég efast um, að hlutur þeirra í þeim mál-
um sé metinn fyllilega að verðugu. 1 flestum byggðum lands-
insins var presturinn eini lærði maðurinn. Skólalærdómur
hans var ef til vill af skornum skammti, aðallega klassisk
fræði. En þau voru líka lærdómur, þroskuðu og auðguðu
anda hans. Það er sagt um prest einn á Norðurlandi á fyrri
hluta 19. aldar, að hann hafi gengið með Virgilius eða
Ovidius í barmi sér og lesið þá á milli éljanna, er hann
stóð yfir fé sínu á vetrardag. Er þetta eitt dæmi þess, hversu
þessir menn létu sér annt um að halda lærdómi sínum við.
En hitt er meira um vert, hversu þeir reyndu að veita öðr-
um hlutdeild í menntun sinni. Prestarnir voru aðalkennar-
ar þjóðarinnar. Það voru þeir, sem kenndu hinum ungu
mönnum, er menntaveginn gengu, byrjunaratriði skóla-
lærdómsins. Og hversu oft var það ekki presturinn, sem
fyrstur veitti gáfum hins unga manns athygli, fyrstur
vakti máls á því, að hann yrði settur til mennta, vann for-
eldra hans til þess með fortölum sínum og hljóp jafnvel
sjálfur undir bagga með því að kenna honum ókeypis og
e. t. v. styrkja hann til námsins með öðrum hætti. En það
voru eigi hinir tilvonandi lærðu menn einir, unglingarnir, er
hugðust ganga inn í latínuskólanna, sem nutu góðs af
fræðslu prestanna.Fjöldi alþýðumanna naut meiri eða minni
kennslu hjá þeim, svo að þeir áttu sinn mikla þátt í því,
að alþýðumenntunin hér á landi stóð framar því, sem þá
var víðast hvar annarsstaðar, jafnvel á mestu eymdarárum
þjóðarinnar. Þótt vér ekki lítum á það, sem ýmsir prestar
lögðu til íslenzkra bókmennta, þá var þetta menntastarf
þeirra næsta mikilsvert og mikilla þakka vert.