Kirkjuritið - 01.12.1947, Side 46
314
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
segja, að setið var, meðan sætt var. Loks lýstu nemendur
því yfir, að þeir gætu ekki haldizt lengur við á þessum
stað sökum þrengsla og kulda. Var þá flutt í húsakynni
yfirréttarins í vesturenda húss þess, sem nú er verzlunar-
búð Haralds Árnasonar. Höfðu þar áður verið fangaklef-
ar uppi á lofti. Húsið var orðið fornt og fúið og skíðgarð-
ur hár fyrir sunnan, svo að skuggsýnt var inni. Dyttað
var að því eftir föngum, og þó öllum kostnaði mjög í hóf
stillt. Þegar Prestaskólinn gerðist guðfræðideild Háskól-
ans, var ein stofa í Alþingishúsinu ætluð til guðfræði-
kennslunnar, og hún ekki stærri en svo, að þegar flest var
í deildinni, þurftu sumir stúdentarnir að sitja við skriftir
uppi í gluggakistunum. Úr þessu er fyrst bætt haustið 1940,
þegar háskólahúsið er tekið til notkunar. Þá fær guð-
fræðideildin ágæta kennslustofu og kapellu og aðgang að
lesstofu bókasafns — auk alls annars, sem því fylgir að
eiga þetta prýðilega hús.
Fjárveitingar allar voru af harla skornum skammti.
Þannig voru um hríð framan af aðeins veittir þrír náms-
styrkir á ári, þrjár ölmusur, eins og komizt var að orði.
Og til ýmissa útgjalda skólans voru lengi áætlaðar 100
krónur og skyldu nægja til alls: Viðhaldskostnaðar á húsi
og lóð, skatta, brunabótagjalds, þóknunar til prófritara og
fleira. Bókakostur var lítill, einkum mjög tilfinnanlegur
skortur á námsbókum. En ekkert fé ætlað til útgáfu ís-
lenzkra kennslubóka. Voru nemendur látnir skrifa orð
eftir orð hvern dag fyrirlestra kennaranna, og fór í það
feiknatími. En með þessu fyrirkomulagi var enginn vegur
til þess, að tveir kennarar, sem skólanum voru fengnir
í upphafi, gætu veitt stúdentum á venjulegum námstíma,
tveimur vetrum, næga tilsögn í hverri grein guðfræðinnar.
Það er ekki fyrr en nú alveg síðustu árin, að ríkið leggur
svo mikið fé til guðfræðikennslunnar, að unnt er að kenna
hér allar sömu greinar sem við fullkomnar guðfræðideild-
ir annarra háskóla og styðjast að miklu leyti við innlend-
ar kennslubækur,